Bloggfærslur mánaðarins, mars 2008
Þriðjudagur, 18.3.2008
Svo er fólk sem veltir sér á hina hliðina
Á meðan heimurinn hendist hjá og veldur öllum þeim breytingum sem verða á lífi okkar á hverjum degi hvort sem okkur líkar betur eða verr.
Þetta er fólk sem lifir sínu lífi hvað sem tautar og raular, lifir daginn, lifir augnablikið.
Svo er fólk sem er svo upptekið af sjálfu sér, að það nær engu jarðsambandi, því það gefur lífinu engan gaum og heldur sig í sínum veruleika, engum raunveruleika.
Það er líka til fólk sem gefur lífinu engan sjéns, nýtur ekki þess sem það hefur upp á að bjóða af því að skipulagið gæti raskast eitthvað, og tekur enga áhættu á að lífið gæti eyðilagt fyrir því einhvern daginn, einhvern tíma á lífsleiðinni.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Miðvikudagur, 12.3.2008
Eins og fram hefur komið...
Hvað í ósköpunum er að verða af Morgunblaðinu. Hvernig tengist þetta fyrrihluta fréttarinnar?
Styttist í fyrstu skóflustungu álvers í Helguvík | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 10:43 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Miðvikudagur, 12.3.2008
Litli kofinn sem kemur sólinni á suðurnesin
Loks sér fyrir endann á upphafinu að álveri í Helguvík. Í dag munu bæjaryfirvöld í Garði og Reykjanesbæ afgreiða heimildir til Norðuráls um að hefja framkvæmdir.
Ég efast um að fólk geri sér grein fyrir hve gríðarlegar breytingar á högum okkar allra hér á suðurnesjum þessi framkvæmd hefur í för með sér.
Allt þjónustustig á öllum sviðum hækkar gríðarlega!
Stöðugleiki og afl þjónustufyrirtækja á svæðinu verður allt annað og á eftir að koma okkur til góða á öllum sviðum í nýbreytni í atvinnulegu tilliti í framtíðinni. Eftir nokkur ár, verður alveg sama hvað mönnum dettur í hug, aðstoðina við að koma hugmyndinni í framkvæmd verður að fá hér á svæðinu.
Sú vinna sem hefur átt sér stað hér á svæðinu undanfarin misseri eftir brottför varnarliðsins, við að styrkja búsetugrunninn, og auka fjölbreytni atvinnulífsins er að bera ávöxt.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Þriðjudagur, 11.3.2008
Stundum er leiðin ekki greið
Hvirfilvindur og kaos innra með okkur, við vitum ekki í hvaða átt skal stefna, eða hver næstu skref ættu að vera. Þá er rétt að staldra við, leita ráða, hvílast, og bíða með að taka ákvarðanir uns vindinn hefur lægt og óreiðan skipulögð.
Þá birtist leiðin, sem þoku létti, bein og breið.
Oft getur engin ákvörðun, verið rétt ákvörðun.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Mánudagur, 10.3.2008
Fíflin allt í kringum mig
Held þeim hafi ekkert fjölgað, en kannski farinn að sjá þau betur.
Eða kannski af því þau hafa meiri áhrif á mig nú en áður og ég verð að bíta í tunguna og kyngja, telja upp að tuttugu og fimm, og brosa framan í heiminn eins og fegurðardrottning í fimm númerum of litlum kjól, skólaus með maskarann niðrá hnjám, og vonast til að kvöldið taki enda sem fyrst.
Alveg ótrúlegt hve fólk getur verið upptekið af engu. Svo er ég að reyna að skipuleggja mig í kringum sumt þetta fólk- gjörsamlega árangurslaust að sjálfsögðu, því lífið breytist svo hratt ef maður hugsar það bara en lifir því ekki, að ég er viss um að það eru svona 3-4 tímar í sólarhringnum hjá sumum þeirra í höfðinu.
Mikið rosalega held ég að ég yrði flott fegurðardrottning.
Lausnin er að fá sér fíflaeyði í Húsasmiðjunni, og klára dæmið.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
Mánudagur, 10.3.2008
Það er gott að hugsa um aðra!
En nauðsynlegt að hugsa um sjálfan sig. Þessu var fleygt í andlitið á mér í kvöld, og satt,satt,satt, datt inn í hausinn á mér eins og væri verið að setja í stöðumæli til að kaupa tíma. Því þó það sé gott að hugsa um aðra er það alltof oft á eigin kostnað og líðan, og þegar tími svo gefst til að huga að mér er tíminn búinn, ég búinn, dagurinn búinn, og eftir situr útbrunnið skar sem skilur ekkert hvað varð af sjálfu sér.
Að vera umhugað um einhvern er allt í lagi, en ekki á eigin kostnað alltaf. Það verður að hafa það þótt fólk pirrist og reiðist í fyrstu yfir að geta ekki lengur gengið að mér vísum til hvers sem er, hvenær sem er. Ég verð að muna eftir mér, þá mínum, og svo öðrum, ef tími er til og aðstæður fyrir hendi.
Því hvernig í ósköpunum á annað fólk að finna það á sér að ég er ekki í nokkurri stöðu til að gera neitt, ef ég segi alltaf: ég skal, ég get!!!
Meðvirkari en andskotinn! Vissi það orðið- setti það verkefni í vinnslu- þar sem það er enn!
Á morgun og næstu daga verður dagsplanið að segja nei við öllu sem tengist mér ekki sjálfum, -og að standa við það
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Laugardagur, 8.3.2008
Það góða við gærdaginn
Að hann er liðinn og kemur aldrei aftur hélt hann ætlaði bara aldrei enda að taka blessaður.
Það er á svona dögum sem kemur í ljós hve gott líf maður á!
Á svona dögum reynir á vararafhlöðuna.
Á svona dögum sést úr hverju maður er gerður.
Eftir svona daga eru engin fjöll aðeins hæðir.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Laugardagur, 8.3.2008
Það er eldur laus!
Ráðherrar ræða íslensk efnahagsmál í útlöndum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Fimmtudagur, 6.3.2008
ÖSSSSSSSUUUUURRR!!!!!
Fyrirvari um virkjunarleyfi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Fimmtudagur, 6.3.2008
Enginn fótur- engar bætur!
Lögfræðingur vill fá fótinn sem sönnunargagn | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)