Bloggfærslur mánaðarins, desember 2007

Skotinn á flugi - af dúum

Er ég ekki að stíga mín fyrstu skref hér í þessum heimi, og hvað.  Jú er ekki ein besta vinkona mín  (að því er ég taldi) búin að hreiðra um sig hér, með hálfa ættina að auki.  Og sagði mér ekkert sérstaklega frá því.  Ég á nú eftir að ná mér niðri á henni þó síðar verðiGrin .  Jólin koma svo mikið er víst, og ég sem er búinn að vera hálfsturlaður í jólaskrautinu frá fæðingu held ég bara er svona pollrólegur yfir þessu öllu saman.  Svo birtist mér sem í draumi allt sem mig langar í, lá bara allt í einu ljóslifandi fyrir framan mig.  Hentist svo inná bað þreif rakspírann úr hillunni, út á svalir og sturtaði úr glasinu-og vonaði að regnið kæfði ekki ilminn áður en hann næði á þann stað sem honum var ætlað.  Stundum þarf nefnilega held ég að rétta guði hjálparhönd!

Nei,nei,neikvæðni í sirkusi Geira.

Mikið afskaplega er búið að vera leiðinlegt að hlusta á neikvæðnisbullið í sumum þingmönnum í haust og vetur. Alveg með ólíkindum hvað er vont og erfitt að búa á Íslandi, hvað við höfum það skítt og allir eru að fara illa með okkur.  Þjóðin er á beinni leið til helvítis, en samt erum við á allan alþjóðlegan mælikvarða í topp 10 á flestum sviðum.  Blaðamenn éta svo upp vitleysuna og birta hvert bullið á fætur öðru daginn út og inn.  Vinstri grænir eru nú alveg sér á bala, annað eins samansafn af "fólki" er vandfundið, þau eru bara heppin hvað það hafa flutzt hingað margir glæpamenn til að dreifa athyglinni frá þeim annað slagið.  Herflugstöðin sem þeir vildu helst sjá jafnaða við jörðu er allt í einu orðin að gullgæs, sem er seld í pörtum til vina og kunningja- nafngreindra aðila sem hafa það til saka unnið að vilja kaupa þessa bragga og þessar byggingar.  Hvað með það þótt helmingi meira fáist fyrir eignirnar en talið var mögulegt.

Bleikt og blátt á fæðingardeildum er mál sem þarf að fá algera forgangsröðun, endurnýja verður fatnað ungabarna þannig að allir séu grænir.  En hvað með REI? Rei!, er það ekki nýja jólalagið í ár?

 


« Fyrri síða

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband