Miðvikudagur, 16.7.2008
Ég er að tala um þig....
Fyrirgefðu mér að ég skyldi taka veraldlega hluti fram yfir þig og þína líðan!
Ein erum við ekki neitt, með öðrum mikið meira en eitt!
Saman klárum við allt sem lífið býður upp á!
Í bljúgri bæn og þökk til þín,
sem þekkir mig og verkin mín.
Ég leita þín Guð leiddu mig,
og lýstu mér um ævistig.
Ég reika oft á rangri leið,
sú rétta virðist aldrei greið.
Ég geri margt sem miður fer,
og man svo sjaldan eftir þér.
Sú bæn er ein í brjósti mér,
ég betur kunni þjóna þér,
því veit mér feta veginn þinn,
að verðir þú æ drottinn minn.
Athugasemdir
Alltaf fallegt þetta.
Anna, 16.7.2008 kl. 02:24
Birna Dúadóttir, 16.7.2008 kl. 06:52
Jónína Dúadóttir, 20.7.2008 kl. 22:14
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.