Föstudagur, 11.7.2008
Fíflagangur kerfisins!
Held að forráðamenn Reykavíkurborgar ættu að kynna sér rekstur soberhouses í USA. T.d. í Minneapolis, þar sem þau eru í öllum hverfum og leigan miðast við það. Í þeim búa 4-6 manns að meðaltali, og ekkert sem segir til um að það sé eitthvað sérstakt fólk sem býr þar. Í Norðlingaholti og öllum hverfum Reykjavíkur deyr "venjulegt" fólk úr ofnotkun vímuefna án þess að hafa nokkurn tíma leitað sér aðstoðar. Hvert á að flytja það fólk þegar hverfasamtökin verða búin að koma upp mælitækjum við hliðið inn í hverfin?
Hagkvæmni fjöldans á einfaldlega ekki við í þessum málum þar sem hver einstaklingur er einstakur, hver sem hann er.
Íbúar í Norðlingaholti afhenda borgarstjóra undirskriftir gegn áfangaheimili | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Sammála þér, væri til í að sjá fullt af svona heimilum í öllum hverfum borgarinnar!
Guðbjörg Erlingsdóttir (IP-tala skráð) 11.7.2008 kl. 20:07
Uss þetta eru bjánar
Birna Dúadóttir, 12.7.2008 kl. 08:39
Frábær punktur hjá þér!
Guðmundur Brynjólfsson (IP-tala skráð) 13.7.2008 kl. 08:42
Hmmm.. þú segir nokkuð Bjössi. Þú hefur svosem vit á þessu, það er alveg á hreinu.
Guðrún B. (IP-tala skráð) 13.7.2008 kl. 10:54
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.