Þriðjudagur, 1.7.2008
Draumur sofnandi manns:-)
-Smátt og smátt að verða að veruleika. Verð fluttur í nýtt hús um helgina ásamt stelpunum mínum. Þetta hús verður stór hluti af lífi okkar næstu árin ef Guð lofar, og veita okkur öryggi, skjól og atvinnu.
Nú verður ekki aftur snúið og kominn tími til að sætta mig við orðinn hlut. Ég er búinn að vinna meirháttar þrekvirki undanfarna mánuði. Örfá andartök enn og ég horfi yfir farinn veg á aðra hlið og fram á veginn hina, því ég hef náð takmarkinu- ég er á toppnum!
Héðan í frá snýst lífið um það að hlú að því sem ég hef, koma mér fyrir í þessu lífi sem ég hef valið, og nýta mér alla þá reynslu sem ég á, til að lifa drauminn, njóta hans, og deila honum með þeim sem mér þykir vænst um.
Viðurkenningin er það sem þetta líf snýst allt um. Uns ég viðurkenndi að allt í lífinu væri eins og ætti að vera- skeði ekki neitt. Uns ég lét af, og leyfði hlutum að koma til mín -frekar en ég væri að stjórnast, skeði ekki neitt heldur.
My Way, is the path others have taken before me. My Way, is not always clear, but I put my trust in people who successfully have chosen to live their lifes based on others experience, with a little help from their higher power and their own hearts. Acceptance is the answer to all my problems today.
Athugasemdir
Glæsilegt
Birna Dúadóttir, 1.7.2008 kl. 03:08
#3 (IP-tala skráð) 1.7.2008 kl. 16:46
Til lukku
Guðrún B. (IP-tala skráð) 1.7.2008 kl. 22:54
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.