Sunnudagur, 22.6.2008
"Gleðibankinn", lánar vaxtalaust öllum sem vilja!
Fór á stjórnarfund í dag og ólíkt öðrum bankastjórnum hefur stjórn Gleðibankans ekki uppi nein áform um að draga úr útlánum og heitir á sama tíma hæstu vöxtum í heimi á innlán. Enda hafa þau aukist jafnt og þétt undanfarið ár eða svo, og frábært hvað fólk hugar vel að innistæðu sinni. Hinir serm þurfa á láni að halda furða sig dag eftir dag og viku eftir viku á því hve auðvelt er að velta á undan sér lánum í þessum banka. Einn stjórnarmanna er reyndar þannig að bara við að horfa á hann fer maður að brosa, og er hann opnar munninn missir maður sig hreinlega annað slagið. Þrjú okkar urðu hreinlega að yfirgefa stjórnarherbergið um stund, til að ráða ráðum okkar- hvernig við ættum að komast í gegnum fundinn!
Ég verð hreinlega alveg að viðurkenna það að svona uppákoma hefur ekki hent mig fyrr, að þurfa að yfirgefa fundi í hláturskrampa.
Eins og sjá má leiðist mér ekki neitt, þótt á kafi sé oft á tíðum í vinnu, stressi, og verkefnum. Ég er að vinna að því sem mig langar til, á sviði sem ég vil vera á, og brátt rennur upp sú stund að ég fer að lifa af skuldum mínum.
Athugasemdir
Uss og ég bara missi af þessu
Birna Dúadóttir, 22.6.2008 kl. 03:17
Til hamngju, einu markmiðinu færra að ná.
Guðrún B. (IP-tala skráð) 23.6.2008 kl. 20:21
Gangi þér vel
Jónína Dúadóttir, 25.6.2008 kl. 21:00
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.