Army of me!

Nú er það heila herdeildin að störfum sólarhringinn rúnt.  Það er pípari, málari, rafvirki, smiður, innanhússarkitekt, tækniteiknari, reddari, innkaupastjóri, forstjóri, ræstingarstjóri, hótelstjóri, bókari, og kokkur. 

Svo þegar ég uppgötvaði að það voru lausir tveir tímar í vikunni, þá ákvað ég að skella mér til florida að skoða hús.  Gerði nú ekki mikið með að flugið er einhverjir 9 tímar- hvora leið, það má alltaf brjóta saman þvott á leiðinni eða eitthvað.

Annars er ég nú farinn að sjá það sjálfur, og þá er nú mikið sagt, að það er ekki hægt að keyra sig út í skurð endalaust, svo ég ætla að taka sjénsinn á því að fara í frí og vonast svo bara til að Ísland verði hér enn er við komum til baka!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Birna Dúadóttir

Skemmtu þér darling,allt þitt fer ekkert frá þér á meðan

Birna Dúadóttir, 20.6.2008 kl. 18:04

2 identicon

Heyrðu skelltu þér í Viktoryu fyrir mig. Mig vantar svo nærföt.. sendir þetta bara í pósti, nema að þú hendir þessu út um loftlúguna á bakaleiðinni.

Góða ferð.  

Guðrún B. (IP-tala skráð) 20.6.2008 kl. 22:03

3 Smámynd: Birna Dúadóttir

Hey mig vantar líka nærföt,helst í rauðum lit

Birna Dúadóttir, 21.6.2008 kl. 00:41

4 Smámynd: Björn Finnbogason

Mér var nú einhverntíma sagt að nærföt væru notuð til varnar kulda vegna áhugaleysis, þegar ég undraði mig yfir vöntun á þeim.  Er þetta kannski bara auglýsingaskrum hjá ykkur

Björn Finnbogason, 21.6.2008 kl. 01:46

5 Smámynd: Birna Dúadóttir

Það getur oft borgað sig að auglýsa

Birna Dúadóttir, 21.6.2008 kl. 10:34

6 identicon

(J)áts.  Hvernig dettur þér svona í hug.   Hverskonar konur þekkir þú eiginlega.. ?? *móðg*

Og já .. á meðan ég man, eitthvað sem er með blómum á, þú mátt velja.

Guðrún B. (IP-tala skráð) 21.6.2008 kl. 12:33

7 Smámynd: Birna Dúadóttir

Birna Dúadóttir, 21.6.2008 kl. 13:50

8 Smámynd: Björn Finnbogason

Blómálfar!

Björn Finnbogason, 22.6.2008 kl. 01:03

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband