Mánudagur, 2.6.2008
Heimahjúkrun!
Fínt nafn yfir eitthvað sem ég gæti-neineinei, halda mig við efnið bara:-) Alveg sérdeilis ekki einleikið hvað fólk leggur á sig við að hjálpa öðrum. Heyrði af manneskju í dag sem lítur sennilega bara ekki glaðan dag næstu mánuði. Hún leggur á sig að borða stórsteikur og ís og jarðarber og súkkulaði og popp og, og, og,- bara til að gleðja aðra manneskju.
Flatmagar í sólstólunum til skiptis til að halda á þeim hita(sólstólunum sko:-)) og viðheldur hringrásinni í sundlauginni með því að stinga sér í andskotans pollinn annað slagið.
Og fyrst mín manneskja er komin á svæðið er um að gera að nýta túrinn!!!
Tek það fram að lítið hef ég um þetta mál frá fyrstu hendi en ég er bara svo fjandi góður að geta í eyðurnar. Vil samt taka fram að þetta tengist Akureyri ekki á nokkurn hátt!
Athugasemdir
Það er núna sem ég segi bara Daaah og skil ekki baun.Og það er bara allt í lagi
Birna Dúadóttir, 2.6.2008 kl. 12:14
Takk fyrir commentið Bjössi minn, það er aldrei að vita að maður reyni fyrir sér, en ég hef svosem séð hvað í þér býr. Ég geymi trompin þar til síðast, sjáðu, hinn fullkomni pókerspilari.
Guðrún B. (IP-tala skráð) 3.6.2008 kl. 01:33
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.