Miðvikudagur, 7.5.2008
Fortíðin öll!
Fortíðin ferðast með okkur til æviloka með öllu sem í henni er. Það er hins vegar algjör óþarfi að vera að taka hana upp á hverjum degi, til skoðunar. Hún hefur gert okkur að því sem við erum í dag, og það sem við gerum í dag ákveður mest um það hvernig morgundagurinn lítur út.
Þótt í henni séu atriði sem við helst vildum gleyma, í henni séu brostnir draumar og þrár, þá geymir hún líka góðar stundir, daga, vikur, mánuði og ár, sem saman mynda það sem við köllum fortíð og getum nýtt okkur til framtíðar.
Það flýr enginn mistök sín en við þurfum ekkert að endurtaka þau. Og hver dagur að kvöldi kominn sem við getum horft ánægð til baka á, hefur verið undirbúinn af fortíð og verður að fortíð.
Athugasemdir
Þetta er mikil speki. OG SÖNN.
Guðmundur Brynjólfsson (IP-tala skráð) 8.5.2008 kl. 00:04
Birna Dúadóttir, 8.5.2008 kl. 08:26
Heilmikil speki í þessu.
Guðrún B. (IP-tala skráð) 8.5.2008 kl. 21:05
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.