milljón - milljón - milljónir

Það fyrsta sem kemur upp í hugann og tengist milljón er þreyta.  Er búinn að hugsa svo mikið um milljónir undanfarna daga að mér er hreinlega orðið illt í heilabúinu.  Sennilega er þar líka lítilli notkun um að kenna en eins og allir vita var ég löngu hættur að hugsa, þar sem það gerði bara ekkert fyrir mig.  Svo er alltaf sama gamla sagan, þegar á að fara að vanda sig þá fer maður að hugsa!!!

Haldið þið að þetta sé nú gáfulegtWhistling

Annars sá ég nú næstum hundrað milljónir á blaði í dag- og það var sko ekkert dagblað get ég sagt ykkur.  

En mikið rosalega langar mig orðið í frí, er alveg gjörsamlega að klára batteríið.  Samt, samt er lífið gott og leikur við mig á marga lund, og stundum þarf ekki nema eitt bros til að senda mig rakleiðis upp  himininn á ný.  Ég er jú þar kominn til að veraW00t og öll stjörnuhröp afþökkuð-  bæði mín og annarra!!!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Bjössi.. þú ert skrítin skrúfa.   Hefur einhver sagt þér það ?? *glott*

hafðu það gott með miljónunum þínum, það þarf að hugsa vel um svoleiðis fyrirbrigði.  Annars veit ég ekki neitt um miljónir, nema þá í skuld einhverstaðar.

Kveðja frá Klettaborg.  

Guðrún B. (IP-tala skráð) 30.4.2008 kl. 13:12

2 Smámynd: Björn Finnbogason

Velkomin á fætur Queen of faroweiislands(er þetta ekki rétt stafsett annars:-)

Kannski þessi einbeitti vilji til að skulda meira sé bara söfnunarárárátta

 Annars er takmarkið að geta lifað af skuldunum

Það er nú ekki öllum gefið að teljast skrýtin skrúfa, þ.a.l. frekar sjaldgæft 

Björn Finnbogason, 30.4.2008 kl. 19:09

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband