Dreymir brotin hjörtu ?

Eina kvöldstund eigi alls fyrir löngu sátu tvö brotin hjörtu á móti hjartakónginum.  Hann spurði hvort það væri bara ekki rétt sem hann hefði heyrt að maður elskaði aðeins einu sinni.  Bæði hjörtun mótmæltu því og annað a.m.k. fann sig tilknúið að reyna að rifja upp dæmi:-).  Nokkuð ljóst að bæði áttu drauminn enn, drauminn um ástina. 

Eftir á fór annað hjartað að greina sjálft sig og komst að þeirri niðurstöðu að eftir því sem aldurinn færist yfir þá spilar fleira inn í en áður fyrr, þegar útlitið var allt og "annað" aukaatriði.  Í dag er að minnsta kosti "betra" ef það er: lifandi með, talandi við, horfandi á, sofandi hjá, vaknandi með og dreymandi um,- viðkomandi.

Óviðráðanlegar hindranir?  Held ekki,   það er bara spurning hvernig hún kemur undan vetri- draumadrottningin.Tantrum

Svo eru sumir draumar sem rætast ekki, þá skapast líka pláss fyrir nýja drauma að fylgja eftir, og þessir gömlu hverfa í þokuna.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Heiða B. Heiðars

Mikið fjári var gaman að hitta þig um daginn Bjössi!! Takk fyrir skemmtilegt spjall ;)

.....tjái mig ekki um hjartakónga! Mínir eru allir Jókerar:)

Heiða B. Heiðars, 29.4.2008 kl. 01:03

2 Smámynd: Björn Finnbogason

Sömuleiðis:-)

Björn Finnbogason, 29.4.2008 kl. 01:10

3 Smámynd: Birna Dúadóttir

Uss ég ætla bara að vera fúl út í þessi skrif

Birna Dúadóttir, 29.4.2008 kl. 21:30

4 Smámynd: Björn Finnbogason

Ég er bara rosalega sjaldgæfur sjáðu til- ohhhhh svo erfitt að vera svona ÉG

Björn Finnbogason, 30.4.2008 kl. 01:11

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband