Miðvikudagur, 30.4.2008
Hinsegin dagar!
Þeir hafa fengið nafn dagarnir mínir sem eru öðruvísi, ég er farinn að fá hinsegin daga!!! Það eru svona dagar þar sem ég fæ verðlaun fyrir að vera til og gera ekki neitt að því er mér finnst. Kann ekki við að kalla þá nammidaga því þeir snúast að miklu leyti um fólk.
Hinsegin dagar eru til dæmis þegar ég fæ það fólk sem ég vil- í fangið- alveg án þess að biðja það neitt sérstaklega!
Hinsegin dagar eru líka þegar ég man eftir einhverju sem ég gleymdi, og haft er samband við mig og mér er sagt að ÞAÐ sé allt í lagi.
Hinsegin dagar eru að verða mínir bestu dagar!
Athugasemdir
Svo eru líka til öðruvísi hinsegin dagar,ertu nokkuð í þeirri deildinni
Birna Dúadóttir, 30.4.2008 kl. 19:44
Hvað meinarðu? Þetta eru þeir
Björn Finnbogason, 30.4.2008 kl. 19:57
Ansans missir er það nú fyrir kvenþjóðina
Birna Dúadóttir, 30.4.2008 kl. 23:22
Bíddu nú við! Annars er þetta alltaf þannig að: þær fiska sem nenna að róaerþaggi?
Björn Finnbogason, 1.5.2008 kl. 00:25
Sagði ekki Bubbi um árið að miðin væru dauð?
Úlfar Þór Birgisson Aspar, 1.5.2008 kl. 09:33
Hahahahah!! Sko you proofed my point.
Annars er það Faroeise *blikkblikk*
Hefurðu skoðað Færeyskt kvenfólk ?? Flottar gentur sko
Guðrún B. (IP-tala skráð) 1.5.2008 kl. 09:56
Úlli: Þetta er kannski bara eins og með laxinn! Þegar hann fílar ekki agnið færir hann það bara til í hylnum! Nartar aðeins í það kannski og spítir því svo út Tekur svo strauið í næsta hyl Spurning hvort drottningin af F... kortleggur ekki þegnana, kynnir okkur svo á vænlegum stöðum!!! Annars hef ég alveg komið til Færeyja, rúntað um í sjúkraBÁT, gist á hótel Hafnia- held ég fari rétt með, og skoðað bátana á Tvöreyri. Get alveg tekið undir margt í síðustu línunni hjá þér Guðrún
Björn Finnbogason, 1.5.2008 kl. 12:25
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.