Fimmtudagur, 17.4.2008
Small - medium - large!
Svona á að kynna manni kvenlegg fjölskyldna hugsaði ég með mér í kvöld þegar ég virti fyrir mér þrjár árgerðir sömu fjölskyldu, þar sem þær sátu svona líka hver annari glæsilegri. Væri ekki lífið mun einfaldara ef maður sæi svona um það bil hvernig útlitið væri svona tíu- tuttugu ár fram í tímann. Varð samt á, var svona að reyna að koma þessum hugrenningum mínum að án þess að aldursgreina þær mikið sjáið þið til!!! En fór algjörlega úr öskunni í eldinn með því að líkja þeim við
S-M-L. Oft má satt kyrrt liggja og þarna hefði ég alveg getað haft hugsanir mínar fyrir mig. Mér fannst þetta bara svo flott, en gleymdi því um stund að maður nefnir ekki aldur, stærð, lengd, vigt, eða breidd. Svona er ég hreinlega að byrja upp á nýtt á mörgum sviðum og þetta er eitt af þeim.
Annars er þetta búinn að vera alveg meiriháttar dagur fyrir mig, fór um víðan völl í dag og stimplaði mig inn á þeim stöðum sem þurfti. Þessi frívika sem ég er búinn að vera að leita að, færðist heldur fjær, en það er bara allt í besta lagi þegar allt gengur eins og best verður á kosið. Það virðist vera alveg sama hvað ég tek mér fyrir hendur þessa dagana - það dettur allt mín megin. Var að hugsa um að hringja í konu í kvöld á leiðinni heim, hætti svo við og fór í heimsókn í staðinn- hver haldið þið að hafi verið fyrsta manneskjan sem ég sé er ég kem inn í eldhús, jú nákvæmlega sú sem ég ætlaði að hringja í. Mikið notalegra að hitta hana í eigin persónu- ekkert leiðinlegt að horfa á hana heldur
Athugasemdir
Úllalla hver skyldi hún vera þessi sæta kona
Birna Dúadóttir, 18.4.2008 kl. 07:14
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.