Mánudagur, 14.4.2008
Höll vona.
Heimsótti höll vona í kvöld. Rosalega gott að koma þangað - hafði ekki komið þar lengi- og aldrei jafnvel klæddur! Hvílíkt frelsi að vera laus við nagandi óttann, ólgandi gremjuna, bullandi sektarkenndina, þvílíku skömmina, og allt sem því fylgir. Hitti fullt af fólki sem ber vonandi gæfu til að öðlast þetta óskilgreinanlega "það". Ég finn núna að ég hef "það", en ég get ekki haldið "því" ef ég gef ekki áfram það sem mér hefur verið gefið.
Heyrði í tveim vinum mínum í gær frá USA, frábært í þeim hljóðið, hafði ekki heyrt frá þeim síðan fyrir jól. Alveg gjörsamlega brilliant hvað við virðumst vera samstíga í því sem við erum að gera þó í sitthvoru landinu sé og svo langt á milli þess sem við heyrum hver í öðrum.
Hver dagur hefst á því að ég opna augun- og endar eftir því hvernig ég fer með hann!
Athugasemdir
Birna Dúadóttir, 14.4.2008 kl. 06:45
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.