Sunnudagur, 23.3.2008
My way - I'll survive!
Að sjálfsögðu allt í glitrandi gimsteinarignandi góðu lagi, að hlusta á tvö af uppáhaldslögum mínum þessa stundina. Var að velta fyrir mér(löngu hættur að hugsa sjáið þið til:-),) að leggja fyrir mig dagbókarfærsluritun í lagaformi.
Þessi tvö passa alveg hreint einstaklega inn í dagsformið, annað til að horfa með yfir farinn veg og hitt er tempó dagsins:-). Er á alveg hreint einstaklega flottri siglingu í gegnum helgina, þótt allt sé öfugsnúið og ekkert gangi upp, þá eru sumir dagar bara þannig og ég er löngu hættur að kippa mér upp við svoleiðis smámuni. Er búinn að taka til "look like a million dollars" outfittið sem ég ætla að veiða í í kvöld, en ef það hefur farið framhjá einhverjum tók ég sjálfan mig af kjötmarkaði hinna fráskildu fram yfir fermingu yngstu dótturinnar. Ekki þar fyrir að ég hef séð svo sem alveg það sem ég vil sjá, og nú er það stungan í djúpu laugina framundan Um að gera að drífa í þessu meðan stætt er, alveg óvíst hvað úthaldið endist, mér líður orðið eins og jólatré stundum- sem bætt er á einni kúlu á dag- alla virka daga í boði "vina minna" í stjórnarráðinu, sem eru að mér finnst í vondum félagsskap- þar sem er fólk sem getur ekki orðið samstíga í þessu lífi amk., að mínu áliti.
Uppgötvaði í kvöld að ég verð að bæta einum hæfileika á listann yfir kosti "framtíðar minnar", hún verður að geta hitað franskar í ofni án þess að eyðileggja þær, eða að minnsta kosti sagt mér til.
Hún Loppína yngsta dóttir mín er hjá mér þessa stundina, það er líka eitthvað sem framtíðin verður að hafa til að bera- elska Loppu eins og mig:-) .
Athugasemdir
Úllalla,það liggur við að ég rífi mig upp úr páska-þreytu-þunglyndinu og skelli á mig andliti og því sem til þarf.Bara til að fylgjast með þér á "veiðiröltinu"Mundu bara að anda inn og anda út,þá ætti þetta að ganga ágætlega
Birna Dúadóttir, 23.3.2008 kl. 09:17
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.