Fíflin allt í kringum mig

Held þeim hafi ekkert fjölgað, en kannski farinn að sjá þau betur.

Eða kannski af því þau hafa meiri áhrif á mig nú en áður og ég verð að bíta í tunguna og kyngja, telja upp að tuttugu og fimm, og brosa framan í heiminn eins og fegurðardrottning í fimm númerum of litlum kjól, skólaus með maskarann niðrá hnjám, og vonast til að kvöldið taki enda sem fyrst.

Alveg ótrúlegt hve fólk getur verið upptekið af engu.  Svo er ég að reyna að skipuleggja mig í kringum sumt þetta fólk- gjörsamlega árangurslaust að sjálfsögðu, því lífið breytist svo hratt ef maður hugsar það bara en lifir því ekki, að ég er viss um að það eru svona 3-4 tímar í sólarhringnum hjá sumum þeirra í höfðinu.

Mikið rosalega held ég að ég yrði flott fegurðardrottning.

Lausnin er að fá sér fíflaeyði í Húsasmiðjunni, og klára dæmið. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Birna Dúadóttir

Mikið er ég búin að hugsa.Um hvað þú yrðir svakalega sexy í síðum kjól,of þröngumHvaða annars fífla-gangur er í gangi.Mér finnst hann nú alltaf virka best fíflaeyðirinn sem fæst á Klapparstígnum

Birna Dúadóttir, 11.3.2008 kl. 08:46

2 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Ekki spurning að ég vil miklu frekar sjá Birnu í þröngum síðum kjól... Ekkert persónulegt samt Björn minn

Jónína Dúadóttir, 11.3.2008 kl. 09:57

3 Smámynd: Björn Finnbogason

Sammála því að SJÁ hana í kjólnum, enda hefur hún ekki hugsað neitt í marga daga skilst mér, svo þetta fer nú að verða tilhlökkunarefni

Björn Finnbogason, 11.3.2008 kl. 17:31

4 Smámynd: Birna Dúadóttir

ehemm,eini þröngi kjóllinn sem ég á er náttkjóll,stuttur.Verð að minnsta kosti að bíða eftir betra veðri,áður en ég fer að spóka mig í svoleiðis

Birna Dúadóttir, 11.3.2008 kl. 18:57

5 Smámynd: Björn Finnbogason

Bíðið nú við, var ég ekki eitthvað að ræða álver hér fyrir ekki svo löngu síðan?

Björn Finnbogason, 11.3.2008 kl. 20:32

6 Smámynd: Birna Dúadóttir

Uss ég er kona,á ekki að hugsa um álver þegar kjólar eru annars vegarEr það ekki svoleiðis

Birna Dúadóttir, 12.3.2008 kl. 09:48

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband