Það er gott að hugsa um aðra!

En nauðsynlegt að hugsa um sjálfan sig.  Þessu var fleygt í andlitið á mér í kvöld, og satt,satt,satt, datt inn í hausinn á mér eins og væri verið að setja í stöðumæli til að kaupa tíma.  Því þó það sé gott að hugsa um aðra er það alltof oft á eigin kostnað og líðan, og þegar tími svo gefst til að huga að mér er tíminn búinn, ég búinn, dagurinn búinn, og eftir situr útbrunnið skar sem skilur ekkert hvað varð af sjálfu sér.

Að vera umhugað um einhvern er allt í lagi, en ekki á eigin kostnað alltaf.  Það verður að hafa það þótt fólk pirrist og reiðist í fyrstu yfir að geta ekki lengur gengið að mér vísum til hvers sem er, hvenær sem er.  Ég verð að muna eftir mér, þá mínum, og svo öðrum, ef tími er til og aðstæður fyrir hendi.

Því hvernig í ósköpunum á annað fólk að finna það á sér að ég er ekki í nokkurri stöðu til að gera neitt, ef ég segi alltaf: ég skal, ég get!!! 

Meðvirkari en andskotinn!  Vissi það orðið- setti það verkefni í vinnslu- þar sem það er enn!

Á morgun og næstu daga verður dagsplanið að segja nei við öllu sem tengist mér ekki sjálfum, -og að standa við þaðLoL


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Birna Dúadóttir

Nei Bjössiflottur

Birna Dúadóttir, 10.3.2008 kl. 03:37

2 identicon

Já mikið til í þessu hjá þér Bjössi.

Gallinn er bara sá það er svo erfitt að segja NEI  Svo er svo gaman að gleðja aðra

Einar (IP-tala skráð) 10.3.2008 kl. 13:13

3 Smámynd: Björn Finnbogason

Dagur 1.  Sveið stélfjaðrirnar af stelpunum á heilsugæslunni til að troða yngstu dótturinni til læknis.

Held samt að þær hafi ekkert fundið rosalega til

Björn Finnbogason, 10.3.2008 kl. 18:21

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband