Þar grær gras sem girt er um.

 

Þannig hljóðaði málsháttur sem ég fékk með páskaeggi kvöldsins, orð að sönnu og hitti gjörsamlega í mark.  Litli túnbleðillinn sem ég stóð á í haust er óðum að verða að heilum aldingarði, og ég vanda valið á öllu sem plantað er í hann og fær að vaxa innan girðingar.  Svo vinn ég land annað slagið og færi girðinguna utar og hleypi fleiru inn í lífið mitt, sem líkist mest draumi, en ég veit muninn dags og nætur og er með rétta fólkið allt í kringum mig.

Tíminn líður bæði hratt og hægt.  Ég sveiflast milli mars og maí, og allt fram í júlí stundum, allt þó á sama deginum- deginum í dag.  Því núna er lífið- ekki seinna, og gærdagurinn verður ekki endurtekinn.  Stefnan er sett á morgundaginn með fögur fyrirheit og vonir, þrár og drauma.

ÉG FINN fyrir lífinu, og það er alltaf best.

  


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Hárrétt, lífið er nefnilega ekki æfing...

Jónína Dúadóttir, 5.3.2008 kl. 07:26

2 Smámynd: Birna Dúadóttir

Jamm það verður víst engin "taka tvö"

Birna Dúadóttir, 5.3.2008 kl. 12:36

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband