Sunnudagur, 2.3.2008
Mitt tré
Hefur þraukað veturinn ótrúlega vel. Í haust er laufin tóku að gulna og falla, leit ekki vel út fyrir þessu tré. Sólin hætt að ná að skína á það, orðið kalt og hráslagalegt í skóginum hjá mínu tré. Reyndi af vilja fremur en mætti að hlú að því, hrista greinarnar jafnóðum svo þær kiknuðu ekki undan snjónum, og halda því heilu í gegnum hretin sem komu í hrinum framan af. Smátt og smátt aðlagaði tréð sig þessum aðstæðum og tók að styrkjast innanfrá, og nýta þann forða sem safnast hafði undangengin ár til að lifa veturinn af. Svo tók að birta af degi og tréð fór að sjá til sólar að nýju. Smátt og smátt tók tréð við sér, fylltist nýju lífi og fór að búa sig undir sumarið í þeirri staðföstu trú að sumarið framundan verði besta, sólríkasta og lengsta sumar í manna minnum, það stækki og dafni sem aldrei fyrr og verði flottasta tréð í skóginum
Það er mikilvægt að viðurkenna hver við erum- og einnig hver við viljum verða.
Horfast í augu við fortíðina og líta framtíðina björtum augum fulla af tækifærum til að auðga lífið og tilveruna- okkar!
Athugasemdir
Góð samlíking.
Hólmdís Hjartardóttir, 2.3.2008 kl. 01:46
Flott
Jónína Dúadóttir, 3.3.2008 kl. 07:44
Ef þú smælar framan í heiminn,þá......
Birna Dúadóttir, 4.3.2008 kl. 12:44
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.