Föstudagur, 29.2.2008
Reynslan er dýrmæt eign.
Er að fara á frumsýningu á söngleik í kvöld sem dóttir mín ein tekur þátt í. Heitir Sjénsinn og er sýndur í Andrew's theater upp á gamla Keflavíkurflugvelli. Kíkti með kvöldmat til hennar um daginn og fylgdist aðeins með æfingum, rosalega gaman! Annars hef ég haft nokkrar áhyggjur af því að hún væri að kaffæra sig í félagsstarfinu í skólanum, - nemendafélagið, söngvarakeppni, söngleikurinn, þetta og hitt, en ákvað svo að láta þetta bara ráðast. Veit af eigin raun hve gríðarlega reynslu fólk öðlast í gegnum þetta, kynnist mörgu ólíku fólki, sem þarf að eiga samskipti við, og vinna með. Skipulagningu læra þessir krakkar líka, og vegur þessi reynsla þungt þegar fram í sækir, og alvara lífsins dettur inn, ekki síður en Egilssaga t.d., svo ég minnist nú bara gamallar vinkonu
Mætti hins vegar alveg dreifa ábyrgðinni meira hún dóttir mín, en það er eins og með margt annað: Til öryggis er betra að vera viss og gera hlutina sjálf- hef ekki hugmynd hvaðan hún hefur það
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.