Þriðjudagur, 26.2.2008
Stundum hugsa ég- ósjálfrátt!
Það er bara þannig. Og yfirleitt þá um fortíðina. Það kann nú ekki alltaf góðri lukku að stýra, en hef þó í seinni tíð náð því að hugsa mig frjálsan frá henni í leiðinni.
Að láta hugann reika er svona fínni útfærsla, sem getur verið gaman að vera þáttakandi í annað slagið. Þá er ég út um víðan völl- og heim aftur, því hver vegur að heiman er vegurinn heim, þó heimilisfangið breytist stundum- og draumaendastöðin frá degi til dags jafnvel Þá er ég að máta hinar ýmsu aðstæður, hvort þær henti mér- eða ekki, hvort ég vilji þær- eða ekki, hvort mig langi í þær, eða ekki!
Ég á mér draum, draum um örlítið betra líf, svona punkt . yfir I-ið, sem getur þó orðið bið eftir, svo mér líki(90-60-90., með heila og útlit!)
Í millitíðinni hlúi ég að því sem mér þykir vænst um, annast það sem ég hef tekið mér fyrir hendur, klára það sem ég datt í, fyrir ekki svo löngu síðan, og dríf mig svo í sólina með stelpunum(rólegar alveg sko)-mínum.
Mér finnst- allt í svakalegu lagi þessa dagana- mínu lagi.
Athugasemdir
90-60-90,jæja elskan,það er ekkert verið að gera neinar kröfur
Birna Dúadóttir, 26.2.2008 kl. 07:22
Tja! það er nú held ég ekki erfiði hlutinn af þessu
Björn Finnbogason, 26.2.2008 kl. 10:23
Hehe... frekjan... með heila !
Jónína Dúadóttir, 29.2.2008 kl. 05:46
já ég veit, var svoldið efins, en ef ég vildi nú búa við þetta lengi?
Björn Finnbogason, 1.3.2008 kl. 02:52
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.