Mánudagur, 4.2.2008
Superbowl-brjóstastærðir.
Alveg geggjuð fyrirbæri í USA þessir úrslita-leikdagar bæði í "fótbolta" og hafnabolta. Hef upplifað hvorutveggja þarna úti, innan um "venjulegt fólk", sem verður eins og vitfirringar jafnvel þótt þeirra lið sé löngu fallið út. Þetta er svona eins og verslunarmannahelgi á Íslandi ef maður ætti að líkja þessu saman við eitthvað hérlendis, og allir 18oghálfs, ekkert á öllum aldri neitt! Dagarnir á undan fara í að draga að birgðir í mat og drykk, og undirbúa daginn, síðan er leikdagurinn rennur upp situr fólk í haugnum, af snakki, mat og drykk, og hreyfist varla þó auglýsingar gefi nú færi á fimm mínútna göngutúrum oft á milli. Alveg ótrúleg þolinmæði sem þeir sýna gagnvart auglýsingum það væri nú einhver búinn að missa vitið hérlendis og allan húmor. En þetta eru mestu skrautsýningar heimsins á íþróttakappleikjum og allt er part af programmet eins og þeir myndu segja ef þeir kynnu dönsku
Umræðurnar eftir leikina eru svo alveg útaf fyrir sig, hvort sem er um leikinn sjálfan eða eitthvað honum tengt. Ég veit ekki hve oft ég sá Janet Jacksson missa b-brjóstið út,en eftir því sem mér skilst hefur hún gengið með nokkrar stærðir af brjóstum? Ég man nú ekkert hvernig þessi leikur fór but who cares: við höfðum um nóg að tala og meira að segja ég gat lagt orð í belg þegar umræðan færðist á þetta b- stig þótt ég hefði ekkert vit á "fótbolta" eða var þetta hafnaboltaleikurinn! Æi skiptir engu það muna allir eftir þessu atviki og vita hvað ég á við.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.