Föstudagur, 1.2.2008
Ef hægt er að segja um nokkurn mann-
Að lífið hann fann þá er það ég. Og hvar fann ég það? jú í sjálfum mér. Í dag sæki ég eftir því lífi sem ég vil lifa, sæki eftir að umgangast og vera í kringum það fólk, sem ég vil hafa í kringum mig. Leitast við að vera til staðar fyrir þá sem mér þykir vænst um- og líka suma þá sem þurfa. Þessi endurröðun í lífinu hefur tekið tíma og það er bara allt í lagi. Þetta uppgjör hefur oft verið erfitt og það er líka bara allt í lagi. Allt í einu er bara ALLT í lagi, það kom þegar ég tók ákvörðun um að sleppa því að lifa í fortíðinni, sleppa hugsunum um hvað ef, einbeita mér að því að lifa í dag þannig lífi að morgundagurinn líti bara vel út, reyna að hlú að sjálfum mér og öðrum í kringum mig á þann hátt að mér og mínum líði vel og minna mig á að framtíðin getur breyst án fyrirvara.
Athugasemdir
Birna Dúadóttir, 1.2.2008 kl. 20:57
Jónína Dúadóttir, 5.2.2008 kl. 12:14
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.