Fimmtudagur, 31.1.2008
Sumt fólk hefur eitthvað sérstakt við sig
Sem gerir það að verkum að ÞAÐ truflar MIG. Sumt fólk hefur bara áhrif á mig hvort sem mér líkar það sem það er að gera eða ekki. Sumt fólk getur stjórnað líðan minni, liggur við með fjarstýringu, meðan aðrir rembast við það daginn út og inn án árangurs. Sumt fólk geri ég hvað sem er fyrir. Sumt fólk getur verið rosalega heppið að vera í þeim hópi, sumt fólk veit ekki hvað það á í mér. Svo er sumt fólk sem heldur að það sé í Bónus að versla þegar það er að tæta mig í sig, sumt fólk heldur að það sé að haga lífi sínu á ákveðinn hátt fyrir mig, sumt folk telur sig einskis virði, og selur sig alltaf ódýrt. Sumu fólki er bara ekki viðbjargandi, og sumt fólk verður bara að skilja það.
Ég er sumt af þessu fólki!, en alls ekki allt!!!
Athugasemdir
Þetta vekur mann til umhugsunar og það er ekki laust við að maður kannist við sitt af hverju í þessari færslu.
Ingvar, 31.1.2008 kl. 18:34
Hmm sumir eru svolítið skrítnir,en samt svo líkir sjálfum sér,að það er tekið til þess.Ég er þarna
Birna Dúadóttir, 31.1.2008 kl. 18:36
Ætli þetta eigi ekki við alla í þessu lífi Gaman að rekast á þig hérna Bjössi
Guðborg Eyjólfsdóttir, 31.1.2008 kl. 22:23
Ég er líka þarna
Jónína Dúadóttir, 1.2.2008 kl. 09:35
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.