Allir eru stjörnur í mínu lífi í dag!

Sumir ganga í rigningunni, aðrir blotna bara.  Undanfarna daga hef ég verið svoldið aðrir, og verið að rigna niður dag frá degi, kominn með kvef og guð má vita hvernig þetta hefði endað ef ég hefði haldið áfram að standa kyrr og bíða eftir að það stytti upp.

Ég tók þá ákvörðun að ganga af stað í dag, og eftir smábrölt og brösuglegheit kom sólin upp, þurrkaði mig á örskotsstund, fyllti mig nýjum krafti til að takast á við lífið framundan, og vísaði mér veginn fram á við. 

Um kvöldmatarleytið hugsaði ég: hvað gæti toppað þessa líðan í dag?  Viti menn það var hægt!

Fékk símtal um tíuleytið og mikið óskaplega var eg ánægður með fréttirnar sem ég fékk, og þetta símtal sýndi mér enn einu sinni að allt er mögulegt.

Maður á nefnilega ekki alltaf að sætta sig við aðstæður, láta kyrrt liggja o.s.frv., STUNDUM er rétt að teygja sig í átt til stjarnanna með það fyrir augum að ná einni, maður verður bara að velja hana af kostgæfni.  Og fjandinn hafi það, það er kannski ekki alltaf auðvelt en friðurinn í hjartanu gerir það þess virði þegar maður er með fangið fullt af öllum sem manni þykir vænst um, undir happastjörnu sem maður hljóti að eiga bara nokkuð stóran hlut í, um borð í lífinu sem heldur áfram, að brosa við mér. Bouquet 

    






« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Birna Dúadóttir

Birna Dúadóttir, 31.1.2008 kl. 12:26

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband