Mánudagur, 28.1.2008
Afar erfiðir kostir um að velja.
Hef ekki hugmynd um hvernig ég fer út úr málum dagsins. Þarf að taka frekar erfiða ákvörðun sem líf mitt veltur á - ef ekki í dag, þá örugglega á morgun eða hinn. Samt er ég að velta fyrir mér möguleikunum í stöðunni. Eins og: þetta gæti sloppið einu sinni enn, það er nú ekki alveg víst, hugsanlega gæti þetta farið svona og svona. Hinn kosturinn er að láta vaða á það sem ég veit að er best fyrir mig, ákvörðun sem ég stend og fell með sjálfur, erfiðari og kannski ómöguleg leið en engu að síður mín leið.
Andskotans bull er þetta. Að sjálfsögðu geri ég það sem mér finnst rétt og er sáttur með, annars get ég bara pantað far hjá honum Rikka vini mínum strax, síðasta spölinn. Um leið og ég skrifa þetta sé ég að ég er kominn á rétta leið. Hvort hún er norður eða niður verður svo bara að koma í ljós.
Ég hef ekki haft það fyrir vana að endurskoða það sem ég skrifa hérna, og ætla ekki að fara að byrja á því núna. Verð hins vegar að koma því að svo það valdi ekki neinum misskilningi, að ég er ekki að stefna í norðurátt neitt
Athugasemdir
Norður,suður,austur eða vestur.Það er allt í góðu á meðan þú endar bara með að drekka kaffi með honum Rikka vini okkar.Bara að minna þig á það,það er bara til einn eins og þú og bara ágætis eintak,verð ég að segja.
Birna Dúadóttir, 28.1.2008 kl. 07:28
Björn Finnbogason, 28.1.2008 kl. 22:28
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.