Laugardagur, 26.1.2008
Útrásin er byrjuð.
Jæja loks kom að því eftir nokkuð langt hlé að ég fékk almennilega útrás. Eins og ég hef áður sagt hér þjáist ég af meðvirkni, meðaumkun, og öllu með- sem til er held ég bara hreint. Hins vegar þegar ég fæ nóg, þá fæ ég mikið meira en nóg, og þá er bara fokið í öll skjól, ekki flest. Eitt slíkt atvik átti sér stað í dag þegar aðili sem ég er búinn að hliðra til fyrir, og aðstoða á mikið meira en allan hátt, fór yfir strikið. Eins og "allur" bærinn hefur sjálfsagt getað heyrt þrátt fyrir veðrið er ekki gott að verða fyrir því að kveikja á mér. Viðkomandi aðila var gjörsamlega spólað upp og út- ekki með hornaboltakylfu neitt, heldur notaðist ég við hjólsög til að vera nú nógu fljótur að gera það sem þurfti áður en ég skipti um skoðun og dytti í meðvirknispakkann á ný. Þetta er ægileg staða að vera í og að ég skuli setja mig í hana sjálfur aftur og aftur er algerlega fáránlegt.
Aðalatriðið er að ég er sáttur við niðurstöðu málsins.
Útrásin mun halda áfram, hreinsað verður vel til í með-pakkanum og sama hvað skeður þá verður ekki aftur snúið í gamla farið EVER!
Athugasemdir
Þarna ertu farinn að tala,líst vel þetta
Birna Dúadóttir, 26.1.2008 kl. 03:36
Á,ég gleymdi að setja á,enda næstum búin að vaka í sólarhring.Eins gott að ég rugli ekki í neinu meiru
Birna Dúadóttir, 26.1.2008 kl. 03:40
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.