Þriðjudagur, 22.1.2008
Örvæntingarstjórnmál
Alveg hjartanlega sammála Steingrími. Eina spurningin er sú af hverju hann beitir þessu þá ekki í eigin flokki? Þetta er í mínum huga ekki til marks um neitt annað en einhverja hyldýpis-örvæntingu sem er eiginlega erfitt að skilja, af hverju menn geta ekki bara jafnað sig og sleikt sárin í minnihluta og tekið því eins og menn. Eða er flokkur hans kannski samansafn af hópum, eða jafnvel einstaklingum sem hann ræður ekkert við? Andskotans vesen er á þessu liði þínu Steingrímur! Klúðruðu hverjum meirihlutaviðræðunum á fætur öðrum síðastliðið vor tóku svo við Kórónajakkafataprinsinum sem gengur ekki í nærbuxum einu sinni skv. reikningum, í haust, og húka nú beygð og brotin undir ráðhúsveggnum eftir hundrað daga æðislegt traust og samheldið meirihlutasamband.
Stjórnarskiptin til marks um örvæntingu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Ég að sjálfsögðu tók eftir meintu nærbuxnaleysi,segir allt um minn hugsunarhátt þessa daganaÉg er að reyna að vera hinum megin við pólítikina
Birna Dúadóttir, 22.1.2008 kl. 15:36
Asnalegt allt saman
Jónína Dúadóttir, 22.1.2008 kl. 19:33
Það er eiginlega komin full þörf á að setja kenninúmer á allar borgarstjórnirnar, bæði til að einfalda fjölmiðlum þeirra umfjöllun og okkur að fylgjast með. (borgarstjórn # 01........#02..........#03..............osfv.)
Annars er þetta orðið spurning um að þeir skipti með sér forræðinu á borginni? td. mánuð í senn
Ingvar, 22.1.2008 kl. 23:41
Birna Dúadóttir, 23.1.2008 kl. 01:50
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.