Sunnudagur, 20.1.2008
Meðvirkari en andskotinn!
Rann upp fyrir mér er ég var að sinna mínum málum í dag, að ég er algjörlega lost í þessu tiltölulega nýja orði í mínum orðaforða. Á tímabili var ég með mínar hugmyndir um tilvist og iðjusemi guðs og af hve miklu fálæti mér fannst komið fram við mig af viðkomandi oft á tíðum- væri hann til, og hlutirnir gengju nú ekki fyrir sig eins og ég vildi eða taldi best!
Samt, samt var ég tilbúinn að rétta honum hjálparhönd ef eftir var leitað og mér fannst ástæða til, og skipti þá ekki máli hvort kom á undan, beiðnin eða tilfinningin að aðstoðar væri þörf! Hugsið ykkur!!! Tilbúinn að gera hvað sem er fyrir einhvern sem ég stórefaði að væri jafnvel til!!!
Ég ætla nú ekki að fara út í smáatriði meðvirkni minnar en ég held að það sé ekki hægt að vera meðvirkari en þetta svei mér þá.
Varð svo hugsað til námskeiðs sem ég fór á í USA fyrir tveimur árum og að ég þyrfti nú að fara að dusta rykið af gögnum þaðan en námskeiðið hét: Nice people do say no
Athugasemdir
Nákvæmlega !!!!!
Jónína Dúadóttir, 20.1.2008 kl. 09:31
Svo geturðu líka farið í kirkjuna
Birna Dúadóttir, 20.1.2008 kl. 10:08
Vona að þú sért að meina Kirkjuna með stórum staf eða þannig, ég er alltof gjarn á að segja "amen" á ótrúlegustu stöðumog er svo hundfúll út í sjálfan mig á eftir-úff hvað ég á við rosaleg vandamál að stríða. Þarf að læra heilt þriggja stafa orð! NEI
Björn Finnbogason, 20.1.2008 kl. 10:52
Æts dúllan
Birna Dúadóttir, 20.1.2008 kl. 14:50
Já þetta "nei" orð getur verið torlært, en staðreyndin er sú að maður fer að hafa mun meiri tíma fyrir sjálfan sig þegar maður er búinn að læra að nota það á réttan hátt.
Ingvar, 20.1.2008 kl. 18:01
Nei þýdir nei og.....
Birna Dúadóttir, 20.1.2008 kl. 19:08
Þar komstu með það, nei þýðir nei, og svo bara allt í einu-já. Meira ruglið á stundum en það stendur nú allt til bóta, er búinn að vera á öskrandi siglingu eftir flugið á mánudaginn síðasta, væri jafnvel tilbúinn að fljúga meira ef þyrfti til að klára pakkann!
Björn Finnbogason, 20.1.2008 kl. 21:07
Skelltu þér bara almennilega á flug,það getur ekki annað an virkað
Birna Dúadóttir, 21.1.2008 kl. 00:32
Hjúkrunarkona óskast- má hafa með sér föt til skiptana. til að annast nauðlentan, snúinn, og stundum stífan fót. börn engin fyrirstaða svo framarlega að þau séu þegar framleidd.
Hvernig hljómar þetta?
Björn Finnbogason, 21.1.2008 kl. 02:20
Birna Dúadóttir, 21.1.2008 kl. 07:08
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.