Mánudagur, 14.1.2008
Að kunna að falla með sæmd!
Það rifjaðist hratt upp fyrir mér í morgun þegar ég var rétt kominn út hvernig á að bera sig að þegar maður flýgur á hausinn.- Það er að gera eins og skjaldbakan og draga inn allar lappir og lyfta hausnum til himins hvernig sem maður snýr. Því miður hefur þetta ekki skeð nógu oft í seinni tíð svo einn fóturinn varð eitthvað útundan og ég skreiddist inn og er síðan búinn að vera að ergja alla þá þvílíkt sem ég átti eitthvað vantalað við, og það vita þeir sem þekkja mig að er ekki gott. Þetta er hins vegar ágætis hreinsun og ég ætla að bíða með að fara á heilsubælið þar til ég hef náð öllum sem ég man eftir.
Annars var ég í sveitinni um helgina með stelpunum mínum, tengdasyni og afastelpunni, svakalega gaman. Dæturnar voru með systrakvöld í efri bústaðnum og skildu okkur hin eftir með snakk og nammi og svona svo við yrðum nú til friðs meðan fundurinn færi fram! Kíkti uppeftir og leit inn um gluggann sátu þær ekki fjórar í hring og voru að bera saman á sér tærnar!!! Ég er ekki hissa þótt þær hafi þurft að fara útúr bænum haha. Fengum alveg megaflott veður- eins og það gerist best í Grimsnesinu á þessum árstíma og ótrúlegt hvað maður er latur við að nýta þetta á veturna.
Eitt gullkorn frá góu litlu í restina- lýsandi dæmi um kvenmann þó ung sé:
ÉG er með hugmynd, VIÐ verðum að gera þetta svona! Góðan daginn:-)
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.