Sunnudagur, 30.12.2007
Skráður - skilinn
alveg mögnuð upplifun í gærkvöldi já eða í nótt. Sýndi mér svo ekki verður um villst hvað kvenfólkið er rosalega vel upplýst. Ég fór á pöbbarölt(sund) með vini mínum sem er nú ekki í frásögur færandi.
Vindur sér að okkur kona og segir við mig þú ert skilinn! Já ég samsinnti því. Þú ert ekkert búinn að ná þér í aðra! Nei svaraði ég. -Nei ég veit. Nú fóru að renna á mig þrjár grímur, að vísu hafði ég séð þetta andlit áður fyrir svo sem eins og á síðustu öld!!! Fór að líta í kringum mig hvort einhver sem ég þekkti stæði glottandi hjá en enginn kom upp um sig með áberandi hætti a.m.k. Eitthvað virkaði þetta áhugalaust því hún var rokin - í bili - sýndi sig að var reyndin seinna um nóttina. Nokkru seinna kemur önnur sem ég hef nú bara ekki séð fyrr. Þú heitir Bjössi ekki satt? jújú-já þú skildir einhvern tímann í vor var það ekki? Jú í mars. Einmitt konan fyrrverandi búin að ná sér í annan er það ekki? Ha jú það held ég að sé staðan segi ég svona að reyna að koma inn fleiri en einu orði, i því gengur einhver vinkonan hjá og hún hnippir í hana og byrjar:þetta er hann bjblablablablabalbbbbla hann var giftur henni blablablablabla, þarna lá bara í stórum dráttum líf mitt undanfarin ár á mínútu eða svo. Eftir þetta dró ég mig aðeins í hlé og horfði undan bókahillu á fólkið streyma um, og hélt svo bara áfram að vera til Ótrúlegt hvað kemst fyrir- já ekki orð um það meir hér
Þetta kvöld tókst mjög vel punktur.
Athugasemdir
Alveg eðal-upplýsingastreymis-keflvískt-fyrirbæri.
Farðu varlega í rokinu,knús
Birna Dúadóttir, 30.12.2007 kl. 11:42
hahaha !!! "Saumaklúbbarnir" klikka ekki á svona löguðu
En ertu viss um að þær hafi ekki eithvað verið að kanna "markaðinn"??
Ingvar, 30.12.2007 kl. 18:57
Ég hef mínar skoðanir en ætla ekkert að viðra þær núna
Nenni hins vegar ekki að tjalda oft til einnar nætur. Hjólhýsi, hús, höll, er svona frekar hugmyndin
.
Björn Finnbogason, 30.12.2007 kl. 19:47
Það er sem sagt fylgst vel með framboðinu í kjötborðinu
Jónína Dúadóttir, 31.12.2007 kl. 07:49
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.