Föstudagur, 28.12.2007
Mér finnst, ég veit, ég vona.
Jólin gengu að því er mér finnst eins og smurð ofan í mig. Voru það nú líka að hluta, en ég má þó eiga það að ég hef aldrei verið duglegri í uppvaskinu! Fékk fullt af jólagjöfum og í samræmi við mína líðan snerust þær að miklu leyti um hamingju og kærleik, og að koma mér út. Með öðrum orðum: Hnotið um hamingjuna, kærleikskúlan, og föt, svo að skiljist hvað ég meina haha.
Nú svo eru áramótin næst á dagskrá, og þótt ég hafi slegið slöku við í jólaljósafárinu miðað við undanfarin ár er hvergi að finna neinn slaka í flugeldadagskránni sem að þessu sinni fer fram á Arnarneshæðinni (hlémegin), hvorumegin það er á bara eftir að koma í ljósÉg hef áreiðanlegar heimildir fyrir því að það verði toppveður kl.23.45-00.30 á gamlárskvöld. Svo nú er bara að bretta upp ermar og hefja skipulagninguna, skrifa innkaupalistann(og það get ég nú alveg sjálfur), og æða svo af stað í innkaupin.
Vona svo bara að enginn slasist alvarlega á þessu og munið að lesa leiðbeiningarnar OG fara eftir þeim.
Fyrirsögnin er mín og það má túlka hana á allt annan veg-vonandi gerir það einhver stjarnan
Athugasemdir
'Eg held að ég eigi ekkert að vera að kommenta á fyrirsögnina,góð er hún samt.Ég hugsa til þín í sprengjuregninu.Farðu varlega
Birna Dúadóttir, 29.12.2007 kl. 10:21
Muna hlífðargeraugun
Jónína Dúadóttir, 30.12.2007 kl. 08:06
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.