Stopp-nú er nóg komið.

Félagar í björgunarsveitum landsins hafa í gegnum áratugina verið tilbúnir til að koma okkur hinum til aðstoðar endurgjaldslaust, oft eftir að við höfum komið okkur í hættulegar aðstæður sökum vanþekkingar á aðstæðum.  Þakklætið hefur nú verið svona upp og ofan, tollaafsláttur vegna tækjakaupa, olíugjöld, og fleiri svona bókhaldsleg tækniatriði sem hægt er að hugsa upp í 22ja gráðu hita við koníak og arineld er það sem kemur fyrst upp í hugann.  Allt þeirra starf er unnið í sjálfboðavinnu og mér er sem ég sæi fulltrúa náttúru-eitthvað MÆTA á svæðið og tína saman eða taka á móti rusli!  Við getum bara tekið sjálf okkar rusl.  Varðandi það hvort það samræmist stefnu þeirra að standa að þessari sölu segi ég nú bara:en ekki hver!  Kaupum flugelda hjá þeim sem þurfa á tekjunum að halda í þágu okkar allra.
mbl.is Skorað á björgunarsveitirnar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Daníel Sigurður Eðvaldsson

Finnst þetta í raun vera móðgun við björgunarsveitir að gefa út yfirlýsingu að axla ábyrgð á það sem aðrir skilja eftir út á götu. Á nú að vera ábyrgð allra sem kaupa sér flugelda að ganga frá sínu eigin sorpi. Einnig er rætt um að björgunarsveitir ættu að sjá um að taka á móti flueldarusli og því var ég sammála um fyrst. En ég var eitthvað fljótur á mér því það er mun hagkvæmara að fara með þetta beint á næstu endurvinnslustöð heldur en að fara með þetta til milligönguaðila.

Daníel Sigurður Eðvaldsson, 26.12.2007 kl. 19:46

2 identicon

Við borgum næst hæðstu skatta í heimi, því þykir mér sjálfsagt að ríkið sjái um þrifnað eftir áramótin.

Hefur það ekki gengið hingað til. 

Andri (IP-tala skráð) 26.12.2007 kl. 20:14

3 identicon

Einar minn ég hef hent það miklu rusli um tíðinna að þetta er ekki eitthvað sem fæst greitt fyrir því miður. Og eins og ég sé þetta þá megum við þakka fyrir að borga ekki fyrir að farga þessu sem spilliefnum. Þú ert að bulla kúturinn minn

Vilbogi Magnús Einarsson (IP-tala skráð) 26.12.2007 kl. 20:43

4 identicon

Um hvaða pappír ert þú að tala um Einar sem björgunarsveitirnar eiga að fá borgað fyrir hjá Endurvinnslunni eða Sorpu? Ekki hef ég séð mikið af pappír utan af flugeldum sem hægt er að nota í endurvinnslu. Kassarnir utan af tertunum eru ekki nema rusl og ekki hef ég séð mikið af pappír utan á öðrum flugeldum sem er nýtanlegt.

Ester (IP-tala skráð) 26.12.2007 kl. 23:30

5 Smámynd: Birna Dúadóttir

Erum við ekki öll orðin fullorðin,göngum frá því sem við ruslum til.

Birna Dúadóttir, 27.12.2007 kl. 08:36

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband