Vill ekki einhver fá gefins vigt sem heldur að hún sé hraðamælir!

Vigtargarmurinn minn sem ég er búinn að vera svona líka ánægður með, er að því er mér virðist farin að hafa sjálfstæða skoðun á því hvað ég sé þungur.  Hélt fyrst að batteríin væru orðin lélegGrinen það eru víst bara engin batterí í henni.  Þá varð ég alveg sannfærður um að hún hefði móðgast eftir að það skvettist á hana vatn við jólabaðið okkar Loppu, en hún vigtar bara það sama og venjulega.  

Allavega eru tölurnar sem hún sýnir, ekki í neinu samræmi við það sem mér finnst.  Ef fram heldur sem horfir verður hún búin að tvöfalda vigt MÍNA á tíu vikum!  Ég get náttúrulega gert eitt!  Ég er húsbóndi á mínu hemili og ræð hvort ég vigta mig eða ekki.  Svo get ég líka fleygt henni á verðbréfamarkaðinn þar sem svona ÁVÖXTUN yrði vel þegin eins og staðan erDevil


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Jónína Dúadóttir, 26.12.2007 kl. 06:57

2 Smámynd: Birna Dúadóttir

Reyndu að ræða við hana af skynsemi

Birna Dúadóttir, 26.12.2007 kl. 10:23

3 Smámynd: Björn Finnbogason

Vigtin mín er þeirrar tegundar að ég veit ekki hvort hægt sé að beita skynseminni!  ...lit

Björn Finnbogason, 26.12.2007 kl. 15:39

4 Smámynd: Björn Finnbogason

Góðan daginn.  Kíkti undir vigtina  haldið þið ekki að það sé svona aðlögunarnúllunartakki á henni.  Ég aðlagaði hana því hið snarasta!  Og viti menn, við erum farin að ganga í takt! 

Björn Finnbogason, 27.12.2007 kl. 14:34

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband