Þriðjudagur, 25.12.2007
Magadans í Betlehem
Yngsta dóttirin sem á að fermast í vor stundi því upp korteri fyrir jól að hún ætti að leika Maríu mey í helgileik í kirkjunni kl. 23.30 á aðfangadagskvöld. Hele familien mætti náttúrulega í kirkju til að verða vitni að þessum hátíðlega viðburði.
Þegar herlegheitin hófust og María og Jósef gengu inn kirkjugólfið með jesúbarnið í fanginu, féll dulan sem María var með á höfðinu í gólfið, og olli það mikilli kátínu hjá sautján ára dótturinni sem sat við hlið mér. Það var þó fljótt að breytast því um það leyti sem vitringarnir gengu hjá byrjaði síminn minn að hringja,nice, með þessari líka flottu "Bellydance" hringingu. Öll athyglin beindist nú að okkur og það sá ég að var ekki alveg að virka fyrir sessunaut minn eða mömmu hennar.
Eftir að hafa náð símanum upp úr vasanum og slökkt á honum, var roðinn að mestu farinn úr kinnunum og hægt að fylgjast aftur með leiknum. Nema hvað, byrjar ekki sími að hringja í næsta bekk fyrir framan, við dóttir mín áttum verulega bágt með okkur en ég sá útundan mer að konunni fyrrverandi var ekki mjög skemmt, við alla þessa óvæntu athygli! Datt mér þá í hug að athuga hvort hún væri með símann sinn á silent, en sem betur fer var nú komið í veg fyrir þá tilraun.
Nú var ljóst að helgistundin var orðin að gleðistund, og þegar krakkarnir gengu til baka fram ganginn halla ég mér og segi: þau gleymdu jesúbarninu!!! þar með var okkur öllum lokið. Það get ég fullyrt að aldrei hef ég skemmt mér betur í nokkurri messu.
Og svona eru jólin búin að vera eintóm hamingja og verða vonandi eitthvað áfram
Athugasemdir
Hahaha.. vá ég hefði bókstaflega vælt úr hlátri ef ég hefði getað verið þarna! Ég sé þetta alveg fyrir mér og Söru gjörsamlega að míga á sig úr hlátri hehehe
ps. Jólin eru ennþá þegar ég kem heim þannig hamingjan og tilhlökkunin hljóta nú að vera enn til staðar þá ;D
Sú næst elsta! (IP-tala skráð) 25.12.2007 kl. 23:42
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.