Sunnudagur, 23.12.2007
Desember getur verið góður
Er búinn að uppgötva það núna að það er hægt að gera fleira í desember en að hanga í ljósakrónum, og jólaseríum og hálfsturlast úr stressi. Það er tími til að gera ótrúlegustu hluti, fara á tónleika, út að borða, hitta fólk og bara vera til.
Var að taka inn jólatréð í dag og varð hugsað til baka til þess tíma er ég fór á hverju ári í Landgræðslusjóð, Kiwanis, og til hans þarna hvala Magnúsar inn við sund að rífa utan af svona eins og tvö hundruð trjám til að finna það rétta! Og þetta eru ekki ýkjur.
En mikið rosalega var ég alltaf stoltur af mínu tré þegar ég leit það augum uppljómað og skreytt. Nú eru tvær af prinsessunum mínum farnar að skreyta, og það er bara þannig, að það sem maður lærir iðkar maður.
Ég á fjórar prinsessur og þær fá allar í skóinn við hæfi á morgun. Á meira að segja eitt aukasett ef ég fyndi nýja drottningu. Þær voru nefnilega að athuga hvort jólagjöfunum fjölgaði nú ekki örugglega við skilnað okkar mömmu þeirra!!!
Svo á ég frábærustu afastelpu í heimi sem veit alveg sínu viti. Fór í bíltúr með pabba sínum um daginn, eftirá var pabbinn að lýsa ferðinni þau hefðu farið í Bláfjöll og svona, sú stutta hélt nú ekki, fjöllin hefðu sko verið hvít- ein þriggja ára takk fyrir!!!
Held þetta verði bara frábær endir á viðburðaríku ári.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Föstudagur, 21.12.2007
Skotinn á flugi - af dúum

Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Fimmtudagur, 20.12.2007
Nei,nei,neikvæðni í sirkusi Geira.
Mikið afskaplega er búið að vera leiðinlegt að hlusta á neikvæðnisbullið í sumum þingmönnum í haust og vetur. Alveg með ólíkindum hvað er vont og erfitt að búa á Íslandi, hvað við höfum það skítt og allir eru að fara illa með okkur. Þjóðin er á beinni leið til helvítis, en samt erum við á allan alþjóðlegan mælikvarða í topp 10 á flestum sviðum. Blaðamenn éta svo upp vitleysuna og birta hvert bullið á fætur öðru daginn út og inn. Vinstri grænir eru nú alveg sér á bala, annað eins samansafn af "fólki" er vandfundið, þau eru bara heppin hvað það hafa flutzt hingað margir glæpamenn til að dreifa athyglinni frá þeim annað slagið. Herflugstöðin sem þeir vildu helst sjá jafnaða við jörðu er allt í einu orðin að gullgæs, sem er seld í pörtum til vina og kunningja- nafngreindra aðila sem hafa það til saka unnið að vilja kaupa þessa bragga og þessar byggingar. Hvað með það þótt helmingi meira fáist fyrir eignirnar en talið var mögulegt.
Bleikt og blátt á fæðingardeildum er mál sem þarf að fá algera forgangsröðun, endurnýja verður fatnað ungabarna þannig að allir séu grænir. En hvað með REI? Rei!, er það ekki nýja jólalagið í ár?