Mánudagur, 10.3.2008
Fíflin allt í kringum mig
Held þeim hafi ekkert fjölgað, en kannski farinn að sjá þau betur.
Eða kannski af því þau hafa meiri áhrif á mig nú en áður og ég verð að bíta í tunguna og kyngja, telja upp að tuttugu og fimm, og brosa framan í heiminn eins og fegurðardrottning í fimm númerum of litlum kjól, skólaus með maskarann niðrá hnjám, og vonast til að kvöldið taki enda sem fyrst.
Alveg ótrúlegt hve fólk getur verið upptekið af engu. Svo er ég að reyna að skipuleggja mig í kringum sumt þetta fólk- gjörsamlega árangurslaust að sjálfsögðu, því lífið breytist svo hratt ef maður hugsar það bara en lifir því ekki, að ég er viss um að það eru svona 3-4 tímar í sólarhringnum hjá sumum þeirra í höfðinu.
Mikið rosalega held ég að ég yrði flott fegurðardrottning.
Lausnin er að fá sér fíflaeyði í Húsasmiðjunni, og klára dæmið.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
Mánudagur, 10.3.2008
Það er gott að hugsa um aðra!
En nauðsynlegt að hugsa um sjálfan sig. Þessu var fleygt í andlitið á mér í kvöld, og satt,satt,satt, datt inn í hausinn á mér eins og væri verið að setja í stöðumæli til að kaupa tíma. Því þó það sé gott að hugsa um aðra er það alltof oft á eigin kostnað og líðan, og þegar tími svo gefst til að huga að mér er tíminn búinn, ég búinn, dagurinn búinn, og eftir situr útbrunnið skar sem skilur ekkert hvað varð af sjálfu sér.
Að vera umhugað um einhvern er allt í lagi, en ekki á eigin kostnað alltaf. Það verður að hafa það þótt fólk pirrist og reiðist í fyrstu yfir að geta ekki lengur gengið að mér vísum til hvers sem er, hvenær sem er. Ég verð að muna eftir mér, þá mínum, og svo öðrum, ef tími er til og aðstæður fyrir hendi.
Því hvernig í ósköpunum á annað fólk að finna það á sér að ég er ekki í nokkurri stöðu til að gera neitt, ef ég segi alltaf: ég skal, ég get!!!
Meðvirkari en andskotinn! Vissi það orðið- setti það verkefni í vinnslu- þar sem það er enn!
Á morgun og næstu daga verður dagsplanið að segja nei við öllu sem tengist mér ekki sjálfum, -og að standa við það
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Laugardagur, 8.3.2008
Það góða við gærdaginn
Að hann er liðinn og kemur aldrei aftur hélt hann ætlaði bara aldrei enda að taka blessaður.
Það er á svona dögum sem kemur í ljós hve gott líf maður á!
Á svona dögum reynir á vararafhlöðuna.
Á svona dögum sést úr hverju maður er gerður.
Eftir svona daga eru engin fjöll aðeins hæðir.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Laugardagur, 8.3.2008
Það er eldur laus!
![]() |
Ráðherrar ræða íslensk efnahagsmál í útlöndum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Fimmtudagur, 6.3.2008
ÖSSSSSSSUUUUURRR!!!!!
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Fimmtudagur, 6.3.2008
Enginn fótur- engar bætur!
![]() |
Lögfræðingur vill fá fótinn sem sönnunargagn |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Miðvikudagur, 5.3.2008
Fuglarnir erfi landið- hvalirnir sjóinn
Og við fólkið sem býr þetta land eigum að lifa af hugmyndum, hugdettum, og fallegum lýsingum af draumalandi þar sem allir lifa af loftinu hreina- þar til efnahagurinn hefur náð jafnvægi. Hvað þá?
Hvaða andskotans bull er þetta- og mbl étur þetta hrátt eftir.
Hvar er t.d. sagt frá því að búið sé að staðfesta deiliskipulag fyrir álver í Helguvík, sem tók gildi í gær?
Hvar kemur fram að nú er ekkert því til fyrirstöðu að Norðurál sæki um byggingaleyfi í Helguvík?
Hvar kemur fram að nú hafi stjórnmálamenn lítil áhrif lengur á framgang álvers í Helguvík?
Hvernig væri að fá hlutlaust mat á stöðu mála í Helguvík?
Svo er Samfylkingin hoppandi um eins og þau hafi eitthvað með þetta að gera og slá um sig með yfirlýsingum í allar áttir, vitandi hið rétta í málinu.
![]() |
Segja forsætisráðherra hunsa varnarorð OECD |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 13:54 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Miðvikudagur, 5.3.2008
Þar grær gras sem girt er um.
Þannig hljóðaði málsháttur sem ég fékk með páskaeggi kvöldsins, orð að sönnu og hitti gjörsamlega í mark. Litli túnbleðillinn sem ég stóð á í haust er óðum að verða að heilum aldingarði, og ég vanda valið á öllu sem plantað er í hann og fær að vaxa innan girðingar. Svo vinn ég land annað slagið og færi girðinguna utar og hleypi fleiru inn í lífið mitt, sem líkist mest draumi, en ég veit muninn dags og nætur og er með rétta fólkið allt í kringum mig.
Tíminn líður bæði hratt og hægt. Ég sveiflast milli mars og maí, og allt fram í júlí stundum, allt þó á sama deginum- deginum í dag. Því núna er lífið- ekki seinna, og gærdagurinn verður ekki endurtekinn. Stefnan er sett á morgundaginn með fögur fyrirheit og vonir, þrár og drauma.
ÉG FINN fyrir lífinu, og það er alltaf best.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Sunnudagur, 2.3.2008
Mitt tré
Hefur þraukað veturinn ótrúlega vel. Í haust er laufin tóku að gulna og falla, leit ekki vel út fyrir þessu tré. Sólin hætt að ná að skína á það, orðið kalt og hráslagalegt í skóginum hjá mínu tré. Reyndi af vilja fremur en mætti að hlú að því, hrista greinarnar jafnóðum svo þær kiknuðu ekki undan snjónum, og halda því heilu í gegnum hretin sem komu í hrinum framan af. Smátt og smátt aðlagaði tréð sig þessum aðstæðum og tók að styrkjast innanfrá, og nýta þann forða sem safnast hafði undangengin ár til að lifa veturinn af. Svo tók að birta af degi og tréð fór að sjá til sólar að nýju. Smátt og smátt tók tréð við sér, fylltist nýju lífi og fór að búa sig undir sumarið í þeirri staðföstu trú að sumarið framundan verði besta, sólríkasta og lengsta sumar í manna minnum, það stækki og dafni sem aldrei fyrr og verði flottasta tréð í skóginum
Það er mikilvægt að viðurkenna hver við erum- og einnig hver við viljum verða.
Horfast í augu við fortíðina og líta framtíðina björtum augum fulla af tækifærum til að auðga lífið og tilveruna- okkar!
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Föstudagur, 29.2.2008
Loftkastalar!
Væntanlegt heilsuhótel hefur verið á teikniborðinu í sennilega yfir tuttugu ár. Flottar teikningar á sínum tíma en hafa enga atvinnu veitt hérna á svæðinu enn sem komið er.
Mikillar atvinnusköpunar að vænta!!!!! Verði allar þær hugmyndir!!!
Þetta er nákvæmlega málið. Vænta megi og verði að veruleika ásamt fleiri fínum orðasamböndum sem eru akkúrat það og ekkert annað.
Hvað skyldi vera búið að skera marga upp á skurðstofunni á HSS, sem "opnuð" var fyrir skemmstu.
Bendi líka á að samkvæmt könnun sambands íslenskra sveitarfélaga erum við á lægst launaða svæði landsins.
![]() |
Bláa lónið springur út |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)