Bloggfærslur mánaðarins, janúar 2009
Þriðjudagur, 27. janúar 2009
Air Atlanta 1, B747 fyrir forsetann.
Dugði nú ekki minna á tímabili, þegar hann flaug um heiminn með "fyrrum vinum sínum" útrásarvíkingunum svokölluðu.
Að sjá hann svo stíga sjálfumglaðan á erlenda grundu eins og páfann í Róm var hreint stórkostleg sýning.
Svo reynir þessi maður enn einu sinni að stýra athyglinni að sér en frá verkum sínum og fréttamenn gleypa allt einsog venjulega enda flestir ekki komnir til vits eða ára á þeim tíma, (sumir ekki komnir með vitið enn reyndar).
Bullukollur Íslands númer eitt!
Ólafur Ragnar: Vildi upplýsa þjóðina | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
Mánudagur, 26. janúar 2009
Kemur athyglisjúklingurinn úr holunni!
Skapa þarf samfélagslegan frið | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Mánudagur, 26. janúar 2009
Tjöru og fiður á Bessastaði.
Svo þar megi ríkja ást og friður. Blessaður grísinn er alveg búinn að týna sér í asaathyglinni. Hefur allra stjórnmálamanna mest notið svínarísins undanfarin ár og farið um allan heim á annarra kostnað sem komið hefur í ljós að við berum svo þungann af.
Tjarga hann og fiðra, og skilja hann svo eftir á tröppunum hjá Actavis svo þeir geti poppað hann upp í pilluáti. Vonandi klúðrar hann málum þannig að hann verði settur af.
Stórkostlegur misskilningur forseta | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
Sunnudagur, 25. janúar 2009
Hvar eru þínar tillögur afdalaapinn þinn!
Þið eruð sérfræðingar í að segja öðrum til verka, hvernig væri nú að þið kæmuð einu sinni með ykkar eigin tillögur til úrbóta!
Atkvæði greidd Vinstri Grænum eru atkvæði greidd eymd og volæði um ókomin ár!
Fólk mun átta sig á því fyrir kosningar!
Og VG verður aldrei í ríkisstjórn því það hentar ykkur ekki -gætuð þurft að vinna nefnilega!!!
Steingrímur J: Dæmigert fyrir ríkisstjórn í upplausn | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
Sunnudagur, 25. janúar 2009
Atli Gíslason orð og gerðir!
Heilagleikinn uppmálaður og ræður svo flautuleikara sem aðstoðarmann. Með fyrstu þingmönnum sem "fékk sér" stuð-ningsmann á launum, og tók þannig þátt í að eyðileggja tilganginn með heimild til þingmanna að ráða aðstoðarmenn.
Allir þingmenn sem hafa "gefið öðrum" peninga með þessum hætti hafa ekkert að gera á þingi.
Læt öðrum eftir að setja upp listann.
Segir þingmenn VG hafa veist að lögreglu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Föstudagur, 23. janúar 2009
Að sjálfsögðu er honum illa við að bíða!
Ögmundur: Lofar ekki góðu að bíða | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Miðvikudagur, 21. janúar 2009
Sorry Geir :-(
En það vantar allt bit í þig. Að horfa upp á þig sitja undir bullinu í honum Sindra gerði mér ljóst að dagar þínir eru taldir. Ég hefði sagt þessum labbakút sem hélt þarna sjálfumaðdáunarræðu að drífa sig aftur á leikskólann og klára hann, staðið upp og gengið út.
Það verður að skipta um forystu í Sjálfstæðisflokknum hvort sem fólki líkar betur eða verr.
Núna er eins góður tími og hver annar, það getur ekkert versnað mikið frá því sem nú er.
Þið hafið farið vitlaust í allt sem þið hafið haft á ykkar forræði frá upphafi þessa hruns.
Hreinsuðuð ekki út úr bönkunum, Fjármálaeftirlitinu og Seðlabankanum. Öll löggjöf sem sett hefur verið er mislukkuð í besta falli og íþyngjandi í flestum tilfellum.
Ábyrgðarleysi að leysa upp stjórnina | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Miðvikudagur, 21. janúar 2009
Sjálfstæðismenn í Reykjanesbæ hóta skólabörnum INTRUM!
Alltaf kárnar nú gamanið hjá meirihlutanum í Reykjanesbæ. Síðasta útspilið til tekjuöflunar er að hóta skólabörnum lögfræði-innheimtu vegna vanskila á Bókasafninu. Ég verð að viðurkenna það að hugmyndaauðgi meirihlutans eru fá takmörk sett. Ég hef áður í þessum mánuði farið yfir stöðuna en nú er ég búinn að fá mig alveg fullsaddan á bullinu sem rennur þarna út.
Dómsmálaráðherra er ekki fyrr búinn að vængstífa sýslumanninn á Selfossi en bæjarstjórinn í Reykjanesbæ tekur við á enn lægra plani. Í millitíðinni kynnir viðskiptaráðherra nýja innheimtulöggjöf vegna lögmannskostnaðar sem á að taka gildi 1. feb. þegar búið er enn einu sinni að henda út öllum reikningum í innheimtuferli. Sama var upp á teningnum í vetur þegar lög voru samþykkt sem tóku gildi um áramót.
HVERSKONAR djöfulsins vitleysingar eru þarna samankomnir? Sennilega allir þeir sem komust ekki að á alvörulögfræðistofu og fóru því í stjórnmálin. Nú sjá þeir fram á að þurfa hugsanlega vinnu með haustinu og vilja því ekki styggja neinn. Mér skilst að yfir 40 þingmenn séu lögfræðimenntaðir!, what a joke!!!
AÐ SJÁLFSÖGÐU átti að láta lögin gilda frá framlagningu frumvarpanna og bæði áttu þau að koma fram strax í haust þegar ljóst var í hvað stefndi.
BURTU MEÐ ALLT ÞETTA LIÐ
Margt getur farið úrskeiðis | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Miðvikudagur, 21. janúar 2009
ALLIR ÞINGMENN ÚT!
Enginn skal vera undanþeginn því að yfirgefa skútuna og ganga plankann. Framkoma þeirra allra er með slíkum ólíkindum að engu máli skiptir hver þeirra er við völd.
Úr því sem komið er skipta nokkrar vikur til eða frá engu og best að hreinsa almennilega til og byrja landnám Íslands upp á nýtt. Allir hvort sem er gjaldþrota eða ráðþrota nema hvorutveggja sé.
Fávitahátturinn í þingheimi er slíkur að maður fær æluna í hálsinn við að sjá þessa bjána á mynd, og hálfkafnar svo við að heyra þá tala!
Þessir labbakútar þurfi svo að sæta því að geta ekki boðið sig fram til þings í fjögur ár. Það er held ég alveg sama hvað gert er, ekkert getur komið í veg fyrir hrun landsins, og því ekki að horfast í augu við það og byrja strax upp á nýtt.
Þið eruð öll rekin | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Miðvikudagur, 21. janúar 2009
Gott mál að NBI eigi nægt laust fé!
deCODE semur við Landsbanka | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Um bloggið
Bara í dag
Eldri færslur
- Nóvember 2012
- Febrúar 2012
- Nóvember 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku:
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku:
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar