Bloggfærslur mánaðarins, nóvember 2008

Meaning?

Us perhaps?

Alveg gjörsamlega búinn að missa alla þolinmæði fyrir breskum stjórnvöldum, breska stjórnkerfinu, og þessari sérstöku leikritagerð þeirra þegar kemur að samskiptum.

Hvað okkur varðar, vil ég að sendiherrann verði sendur heim til að kenna þeim að svona gerir maður ekki, eins og eitt sinn góður maður sagði.


mbl.is Þúsundir öfgamanna sagðir vera í Bretlandi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Plan B

Loka hagkerfinu og halda uppi atvinnustiginu. 

Þjóðnýta gjaldeyristekjurnar svipað og gert er. 

Færa allar erlendar skuldir í íslenskar krónur á segjum genginu 175. 

Segja okkur úr EES og NATO og SÞ og öllum alþjóðlegum ráðum og nefndum. 

Nota FIH í Danmörku til dæmis sem gjaldeyrisbanka, við eigum hann jú hvort sem er. 

Beina útflutningi okkar til landa sem vilja skipta við okkur.  

Gefa dauðann og djöfulinn í breta og allt þetta lið, og byrja á því að senda breska sendiherrann heim, og svo þann bandaríska 21. janúar 2009.

Hefur einhver betri tillögur?

Svona hefjum við nýtt líf.

Tökum svo upp dollarann án þess að spyrja kóng eða prest, þegar við erum tilbúin til.

Ísland nú er dagur 1.


Öfunda engan...

Finnst þó gott að allir stjórnmálaflokkar hafi komið að þessari skipun.  Öfunda engan af því að vera þarna.
mbl.is Ný bankaráð skipuð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Nú er tími fólks ekki flokka!

Ríkisstjórnarflokkarnir verða að setja sjálfa sig til hliðar um stund, og fólkið í þeim verður að taka þennan slag.  Það þýðir að gera þarf fleira en gott þykir fyrir flokkinn sinn og sjálfið sitt.  Ég tel þrátt fyrir allt að þingmenn þessara flokka muni ekki láta landið deyja á einhverjum "prinsippum".  Því myndi ég til dæmis ekki treysta VG eða Framsókn til að gera í augnablikinu.


mbl.is Jóhanna: Mun reyna á ríkisstjórnarflokkana
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Tækifæri fyrir okkur?

Að hefja samstarf við Írani meðan Buslukollurinn er enn við völd, gæti nú verið sterkur leikur.  Sérstaklega þar sem við höfum allt til þess: tæki, mannafla, o.þ.h.  Vantar ekkert nema peningana, og þá eiga þeir!  Þess utan erum við á sameiginlegum lista -"Vinir Bretlands", er það ekki?
mbl.is Þumalskrúfurnar hertar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ha?

Stjórnir bankanna skeina sína!, ríkið skeinir þá sem áttu pening!, en ég þarf að skeina mig sjálfur OG BORGA FYRIR ALLA HINA!

Í hafið með alla varnarsamninga, EES, og hvað þetta heitir allt saman.  

Ríkisstjórnin sýnist mér vera að reka vonlaust fyrirtæki -á síðustu metrunum. 

Núna er tíminn til að allsherjaruppgjörs og taka upp nýjan gjaldmiðil alveg án þess að spyrja kóng eða prest.  Tökum upp USD og fljótum upp í skjóli hans. 


mbl.is Alfarið á ábyrgð ríkisstjórnar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Vöruskiptaverslun við rússa Árni!

Gleymdu þessum fyrrum bandamönnum okkar, og hendið sendiherranum úr landi.  Gefið dauðann og djöfulinn í NATO, við erum í miðri hryðjuverka-árás og árás á eitt NATO ríki á að skoðast sem árás á öll.  Burt með þetta lið allt saman af borðinu, og byrjum upp á nýtt með því að tala við fólk aem vill tala við okkur!
mbl.is Samskipti við IMF í hnút
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Af hverju þá að beita sviptingu?

Ef það er ekki refsing?  Sömu löggjöf og við ölvunarakstur ætti að nota í bankabullinu.  Svipta alla hlutaðeigandi réttindum til að starfa við fjármálageirann í heild sinni og SVIPTA ÞÁ ÖKUR'ETTINDUM ævilangt!  Bara svona sem hliðarverkun!  Afdrifaríkustu dómar landsins!  Fólk sleppur úr fangelsi eftir styttri tíma fyrir morð, líkamsárásir, innflutning hauganna heilu af fíkniefnum.  En nei, ekki refsing að vera sviptur ökuréttindum.  Kostar mig nú persónulega milljónir á ári og mikið meiri kreppa fyrir mig en þessi sem nú gengur yfir þjóðina.  Ætla nú ekki að fara einu sinni út í meðferð opinberra mála.
mbl.is Sviptur ökurétti saklaus en fær ekki bætur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Gjaldeyristekjur?

Er nokkur ástæða til að selja þennan banka.  Danmörk verður til enn um sinn amk., og örugglega hægt að gera vitlausari hluti en að eiga þennan banka eitthvað áfram!
mbl.is Óljóst hvort Seðlabankinn tapar á sölu FIH
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Leita í fréttum mbl.is

Um bloggið

Bara í dag

Höfundur

Björn Finnbogason
Björn Finnbogason

Blandar sér í umræður um hluti sem hann varðar jafnvel ekkert um.

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband