Bloggfærslur mánaðarins, október 2008

Kippum okkur nú ekki upp við svona smotterí!

Það væri nú að bera í bakkafullan lækinn ef við ætluðum að hætta við þá hluti sem geta stuðlað að tekjum til framtíðar.  Við eigum heldur að bæta í en hitt, og 620 milljónir eru nú sem dropi í hafið.  Talið um 6200 millj. eða 62000 millj. og það væri ástæða til endurskoðunar -kannski! 

Sleppa því bara að greiða lögreglunni í heimabæ Gordons Brown innistæður sínar í Icesave og málið er dautt, fyrir utan að karluglan verður þá fyrir aðkasti heima fyrir vonandi!


mbl.is Óljóst með heimssýninguna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Segi og skrifa drullusokkar!

Ótrúlegar frásagnir sem ég heyri frá fólki um samskipti sín við banka og fjármögnunarfyrirtæki í eigu ríkisins.  Reyndar svo að ég tók mig til í dag og hristi Lýsingu aðeins -reyndar án nokkurs árangurs frekar en sú sem verið hafði að reyna að fá úrlausn sinna mála.  Mæli með að ríkið hætti tilmælum og fyrirskipi þessu starfsliði sínu að vinna með þeim hætti sem til er ætlast!  Í þessu tilfelli var um að ræða konu sem lofað hafði verið ákveðnum breytingum gegn því að hún kæmi láninu í skil!  Hún gerði það,  en fékk í staðinn enn hærri gíróseðil.  Hún kvartar og er sagt að þetta sé í vinnslu og verði hringt í hana þegar nýja lánið sé tilbúið að vísu með hærri vöxtum -OK.  Svo kemur næst annar gíroseðill og mín manneskja hringir og nú er ekkert hægt að gera fyrir hana af því hún er í vanskilum!!!  Hverskonar eindemis rugl er þetta.  Svona á ég mörg dæmi. 
mbl.is Kaupþing hækkar vexti
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Let´s go to Hollywood!

Eigum við ekki að skipta við Credit Suisse á klakanum og klasanum í Beverly Hills!  Eigum fína leikara sem við getum gert út með litlum þjálfunarkostnaði til að brauðfæða okkur öll til að byrja með!  Sendum bara með þeim nokkra handrukkara í vinnuna svo við týnum þeim ekki!!!
mbl.is Lán til Candy-bræðra og Kaupþings gjaldfellt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hvað með málverkin VG?

Hvað með málverkasöfn bankanna, aðaláhyggjuefni Kolbrúnar Halldórsdóttur þingmanns VG og fleiri?
mbl.is Erfitt að kyrrsetja eignir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hvað á maður að gera?

Sem er að koma úr starfi á einum stað erlendis lætur leggja launin sín inn á gjaldeyrisreikning hér, kemur heim í nokkra daga og er svo á leið til starfa á nýjum stað, og fær ekki að taka út launin sín til að hafa með sér!  Hann millilenti á leiðinni hingað heim í Þýskalandi og þurfti að taka út úr hraðbanka.  Verðið 273kr pr. Evra.  Hvað nákvæmlega er ríkisstjórnin að tala um þegar beðið er um gjaldeyrinn heim?  Ætlar Seðlabankinn að verðleggja vinnu þessa manns?  Láta hann hafa krónur til að fara með aftur?  Hvar í veröldinni á hann að skipta þeim?  Það er nú víst nóg að vera íslenskur þessa dagana!
mbl.is Seðlabankinn reynir að efla gjaldeyrismarkað
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hvað kallast það aftur að selja það sem maður á ekki?

Spyrjum dómsmálaráðherrann!  Er samt eiginlega viss um að það er einhvers konar þjófnaður!!!
mbl.is Fréttaskýring: Skortsalar í sárum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Einmitt!

Samkvæmt upplýsingum Lýðheilsustöðvar -haahahaaa.  Alltaf sama grínið!  Veit einhver hvað varð um alla tómu bjórkútana frá Pripps í síðustu "dýfu"?

Á lausa nokkra víngerðarbása til leigu á heitum og góðum stað!!!  Uppl. hjá JA.is ;-)Cheers


mbl.is Fólk hamstrar vín fyrir hækkun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ha?

Enn ein myndin af því hvernig þjóðfélagið var orðið.  Láta fólk sem leitar sér aðstoðar í neyð, skila sköttum af þeirri upphæð sem það fær!  Hvar nema á Íslandi -til forna! 

Væri nær fyrir Kolbrúnu Halldórsdóttur og Ástu Ragnheiði að beita sér þarna frekar en að rífast við Kristinn H Gunnarsson um  þingsályktunartilögu varðandi listaverkasöfn bankanna.  forgangsröðunin eitthvað öðruvísi hjá þeim en öðru fólki -veit það, en oh boy hámark heimskunnar að auglýsa hvað maður er vitlaus!  


mbl.is Vilja afnema staðgreiðslu af neyðaraðstoð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hún þarna konan sem drap ísbjörninn!

-Ráðherrann!  Var í vélinni í kvöld frá Köben.  Þvílík eftirmæli um einstök afrek umhverfisráðherra.  Persónulega finnst mér vel við hana gert, og vonandi tekst henni ekki að toppa þessar gerðir sínar.

Lífsmark!

Nýjasta útspil Árna bæjarstjóra, Einar Bárðarson, er þarna að senda umheiminum þau skilaboð hans að við séum enn á lífi og höfum það gott!King
mbl.is Dularfullur hringur yfir Reykjanesbæ
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Næsta síða »

Leita í fréttum mbl.is

Um bloggið

Bara í dag

Höfundur

Björn Finnbogason
Björn Finnbogason

Blandar sér í umræður um hluti sem hann varðar jafnvel ekkert um.

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband