Nú hefst niðurtúrinn fyrir alvöru!

Þá er sá tími kominn að velferðarstjórnin hefur göngu sína -loksins!  Hræddur er ég um að mörgum eigi eftir að bregða í brún er líða fer á sumarið og það kemur virkilega í ljós hve ástand landsins fjárhagslega er slæmt.  Enn eitt áfallið dynur á okkur svona í ágúst þegar Ríkissjóður getur ekki greitt út vaxtabæturnar og svo hefst lækkun bótagreiðslna og í framhaldi af því uppnám í annarri hverri fjölskyldu landsins.

Þetta greiðsluaðlögunarferli sem boðið er upp á er varhugavert fyrir allra hluta sakir, mér finnst að folk eigi að ígrunda það vel hvort það ætlar að taka á sig byrðar bankanna.  Sennilega er oftar auðveldara fyrir fólk hreinlega að byrja upp á nýtt og halda sínu sjálfsaflafé hvað sem það svo er, frekar en að vera með lögmann og dómara til að ákveða hvort það fær sér hamborgara eður ei.

Í einstaka tilfellum getur þetta virkað en þau eru sennilega sjaldgæf.  Ég þekki fólk sem hefur í fleiri ár verið að reyna að forðast gjaldþrot -með óafturkræfum áhrifum á heimilislífið, sálarlífið, lífsstílinn og lífsmynstrið.

Má ég þá frekar biðja um að verða gjaldþrota og byrja hreinlega upp á nýtt.

Megi sem flestir lifa þessar hamfarir af! -Í bókstaflegum skilningi!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Leita í fréttum mbl.is

Um bloggið

Bara í dag

Höfundur

Björn Finnbogason
Björn Finnbogason

Blandar sér í umræður um hluti sem hann varðar jafnvel ekkert um.

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (5.5.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband