Laugardagur, 16. maí 2009
Nú hefst niðurtúrinn fyrir alvöru!
Þá er sá tími kominn að velferðarstjórnin hefur göngu sína -loksins! Hræddur er ég um að mörgum eigi eftir að bregða í brún er líða fer á sumarið og það kemur virkilega í ljós hve ástand landsins fjárhagslega er slæmt. Enn eitt áfallið dynur á okkur svona í ágúst þegar Ríkissjóður getur ekki greitt út vaxtabæturnar og svo hefst lækkun bótagreiðslna og í framhaldi af því uppnám í annarri hverri fjölskyldu landsins.
Þetta greiðsluaðlögunarferli sem boðið er upp á er varhugavert fyrir allra hluta sakir, mér finnst að folk eigi að ígrunda það vel hvort það ætlar að taka á sig byrðar bankanna. Sennilega er oftar auðveldara fyrir fólk hreinlega að byrja upp á nýtt og halda sínu sjálfsaflafé hvað sem það svo er, frekar en að vera með lögmann og dómara til að ákveða hvort það fær sér hamborgara eður ei.
Í einstaka tilfellum getur þetta virkað en þau eru sennilega sjaldgæf. Ég þekki fólk sem hefur í fleiri ár verið að reyna að forðast gjaldþrot -með óafturkræfum áhrifum á heimilislífið, sálarlífið, lífsstílinn og lífsmynstrið.
Má ég þá frekar biðja um að verða gjaldþrota og byrja hreinlega upp á nýtt.
Megi sem flestir lifa þessar hamfarir af! -Í bókstaflegum skilningi!
Um bloggið
Bara í dag
Eldri færslur
- Nóvember 2012
- Febrúar 2012
- Nóvember 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku:
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku:
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.