Sunnudagur, 29. mars 2009
Til glötunar!
Sem er jú ein leið út úr vanda. Verð að viðurkenna það að ég hélt að Jóhanna myndi grípa boltann og grýta honum í netið loks er hún fékk hann. Æ ofan í æ hefur hún tekið við verkefnum þeim er henni hafa verið fengin, ekki alltaf í góðu, en endað á henni. Einhvern veginn hélt ég að hún myndi taka slaginn núna og verða Jóhanna af Örk, en hún er að liðast í sundur, og nær sennilega ekki landi frekar en margir aðrir þessa dagana. Ég hef undanfarna mánuði komið með einfaldar lausnir á vanda okkar íslendinga sem hægt væri að hrinda í framkvæmd á þremur dögum þjóðinni til heilla. Á sama tíma eru helstu hagfræðingar og innfluttir bankastjórar og rannsakendur að föndra við fortíðina, allt í boði ríkisstjórnarinnar. Hugmyndir um 20% hér, 4milljónir þar, eru til umræðu, en ekkert gerist. Á meðan væri hægt að fara mína leið öllum að skaðlausu.
Einu sinni enn í von um að ná eyrum einhvers vitringsins:
1. Færa allar afborganir aftur til 1. júni 2008 og gildi það um öll lán. Samkvæmt því verði greitt þar til annað verði ákveðið.
2. Ríkisbönkunum verði úthlutaðir tékkareikningar í Sparisjóði til að ávisa lánum á til viðskiptavina sinna sem síðar yrðu fluttir í bankana sem hluti af því fé sem ríkið hvort eð er á eftir að leggja þeim til. Þar með væri hægt að fjármagna fyrirtækin strax.
3. Stöðva allar aðfarargerðir og nauðungaruppboð og þetta eru einu lögin sem setja þarf fram að kosningum.
![]() |
Jafnaðarstefnan leiði þjóðina |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Bara í dag
Eldri færslur
- Nóvember 2012
- Febrúar 2012
- Nóvember 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (2.4.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku:
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku:
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.