Steingrímur!

Áttu ekki hönk upp í bakið á vini þínum hinum sænska Wallenberg, eftir að þú keyptir seiðaeldisstöðina hans sem kynbótastöð árið 1991 á 157milljónir króna síðast þegar þú varst ráðherra?  Geturðu ekki fengið hann til að koma og redda þessu fyrir okkur?

Silfurlax hf., manstu!  Með Steingrími "heilaga nú til dags" Hermannssyni forsætisráðherra þáverandi!  Alveg án þess að segja nokkrum frá því!  Manstu?

Skiptir bara akkúrat engu máli í dag!  Í dag skiptir máli að koma þjóðinni í gang aftur.  Það gerist ekki með einhverjum söguskýringum.  Hvort 94-96-98% eru þessum eða hinum að kenna er ekki málið.  Að koma hlutum í gang er málið.  Það er ekki að gera sig á þinni vakt greinilega, og Jóhanna er svo busy að fylgjast með hvenær Davíð mætir í vinnuna að henni verður heldur ekkert úr verki.

Spurningin er nú sú hversu lengi Framsóknarflokkurinn er tilbúinn að verja stjórn sem er föst í bakkgír og hagsmunspoti.

Hræðilegt til að vita að við gætum þurft að bíða fram í maí eftir byrjunarreitnum:-S


mbl.is Niðursveiflan meiri
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Greinilega botnfrosið íhald, rammvilltur og týndur í fortíðinni, pólitískt náttröll, sem hefur dagað uppi á miðri leið til nútíðarinnar, datt mér í hug við lestur skrifa þinna, Björn F. !!! Guð skapaði heiminn á viku samkvæmt eldri heimildum, og þóttu hröð vinnubrögð! Núverandi ríkisstjórn hefur haft álíka tíma til að greiða úr þeim hörmungum og móðuharðindum af mannavöldum sem 18 stjórnarseta og valdatíð bláu handarinnar hefur leitt yfir þjóðina með raunveruleika fyrtu aðgerðarleysi og hagsmunapoti. Um forgangsröðun mála þar á bæ, má nefna að þegar þig kom saman eftir síðasta þinghlé og allt efnahags- og atvinnulífið var í rúst, þá var fyrsta mál á dagskrá hvort Sigurður Kári ætti að fá að kaupa sér áfengi í næstu matvörubúð!!! Þetta er slík  endaleysa, við neyðaraðstæður þjóðar, að það slær öll met í pólitískri blindu og mati á raunveruleika, eða er þetta kannski bara skortur á skynsemi. Hvað einhver sagði eða gerði 1991 er einfaldlega ekki á dagskrá núna, heldur að reyna að hjálpast ÖLL, að við að greiða þannig úr því neyðarástandi sem hér ríkir, og koma þjóðfélaginu í starfhæft ástand. Þar þurfa menn að hjálpast að, en ekki ekki vera með heimskulegt skítkast og trúðslæti á alþingi til að vekja athygli á sér fyrir komandi prófkjör,  en horfa fram hjá því að þar situr fólk sem kjörið var til ð gæta hagsmuna okkar en ekki bara sín og flokksins. Ég get vel skilið að Íhaldinu svíði það að Solla tók í hnakkadrambið á Geir og hans fólki og henti því í heilu lagi út úr Stjórnarráðinu, en við verðum samt að spara fúkyrðin og hjálpast að hvar í flokki sem við stöndum, við verðum!! Það er ekki lögmál að það sé sjálfstæðismaður í ráðuneytum forsætis- og fjármála. Það boðar ekki heimsendi þó svo sé ekki, bara breytt vinubrögð!!

Stefán Lárus Pálsson (IP-tala skráð) 12.2.2009 kl. 16:41

2 Smámynd: Björn Finnbogason

Það má vel vera að hugmyndafræði mín sé gamaldags, og íhalds er hún mikið rétt.  Að halda því fram hinsvegar að ég sjái ekki vitleysur sjálfstæðismanna, eða vitleysinga í röðum Sjálfstæðisflokksins læt ég öðrum um að dæma eftir lestur þess sem ég hef skrifað hér undanfarið ár eða svo.

Þingmenn lentu þá semsagt í vínsmökkun þarna fyrsta daginn eftir þinghlé!  Rosalega hefur þá verið vel veitt, því enginn þeirra hefur gert nokkurn hlut af viti síðan!  ENGINN!  

Ingibjörg Sólrún vissi held ég alveg hvað það þýddi að slíta síðasta stjórnarsamstarfi, en réði bara ekki við flokksbrotin sín sem hafa ítrekað traðkað á henni, þegar hún hefur brugðið sér frá.

En mikið rosalega er minnið stutt hjá fólki, það sannast nú á trúðsummælunum, veit ekki betur en að VG til dæmis hafi hagað sér eins og bjánar og geri að hluta til enn.  Framsóknarfléttan í stjórnarmyndunarviðræðunum sýndi svo ekki var um villst, að margir voru tilbúnir að ganga ansi langt til að komast til valda fyrir kosningar, alveg sama hvað það kostaði. 

Núverandi ríkisstjórn mun ekki gera nokkurn skapaðan hlut til bjargar.  Hún getur ekki gert okkur neitt til skaða heldur, sem hún gerir ekki með aðgerðaleysi sínu.  Þegar fólk áttar sig á því verður því miður allt um seinan.

Ég á samt eftir að sjá félaga Ögmund og hina kammeratana deila brauðinu jafnt af matarsendingum heimsins, eða olíunni frá rússum!

Björn Finnbogason, 12.2.2009 kl. 22:43

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Leita í fréttum mbl.is

Um bloggið

Bara í dag

Höfundur

Björn Finnbogason
Björn Finnbogason

Blandar sér í umræður um hluti sem hann varðar jafnvel ekkert um.

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (27.4.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband