Föstudagur, 26. desember 2008
Fullt hús á aðfangadag!
Við íslendingar þurfum að vera fljót að aðlaga okkur þessum breyttu aðstæðum. Ég rek lítið gistihús og varðist "fimlega" gestum yfir jólin, en hefði auðveldlega getað verið með fullt hús. Áttaði mig ekki á eftirspurninni fyrr en eftirá, og hefði bara getað náð jólunum á Kanarí í staðinn 6. janúar ;-D
Og hvað vildi fólk gera? Jú Bláa lónið, hestaferðir í snjónum!, svaðilfarir á fjöllum og útisundlaugar, og svo Geysir.
Það sem kom mest á óvart var þó þegar kanarnir vildu vita hvort Nike vörur, og 66N væru seldar í nágrenninu, hvort það væri rétt að þeir gætu fengið vsk. endurgreiddan, og hvaða vörumerki þeir þekktu önnur hér á landi! Minnti mig nú á ófáa innkaupaleiðangrana erlendis þegar maður stóð í flugstöðvum hingað og þangað, blóðugur upp að öxlum með kassakvittanir og taxrefundform allskonar.
Við erum greinilega að fá útlendinga í "íslenskum" sparnaðarhugleiðingum, sem fær sömu útkomu og við forðum daga: ferðin er frí ef við kaupum nógu mikið:-D
Það sem við þurfum að gera okkur grein fyrir er að þetta fólk er að ferðast í frítíma sínum, og opnunartímar þurfa að taka mið af því. Fyrir mig, ef jólin þurfa að vera í janúar til að tryggja betur mína afkomu, ja þá -so be it-
Ísland á hálfvirði | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Bara í dag
Eldri færslur
- Nóvember 2012
- Febrúar 2012
- Nóvember 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku:
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku:
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.