Bloggfærslur mánaðarins, mars 2009

Sama hver heldur á kistunni til grafar!

Ég er alveg jafndauður!  Aðgerðaleysi stjórnvalda hefur varað of lengi.  Tugþúsundir landsmanna munu ekki ná landi úr þessu.  Atvinnulífið er sennilega of langt komið til að hægt sé að snúa því við og þar með eru landsmenn fallnir.  Ég hef nú engan sérstakan áhuga á að lýsa framtíðarsýn minni á Ísland með haustinu, en það verður langur vetur.
mbl.is Gæti orðið mesta vinstri sveifla sem sést hefur hér
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Þið skoðið þetta bara.......

Takið þetta svo upp innan stjórnarflokkanna og leggið þetta því næst fyrir á ríkisstjórnarfundi og þá er þetta svona um það bil eftir kosningar!

 


mbl.is Ríkið styrki sparisjóðina
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Getur verið!

Að þessir drullusokkar séu að búa til aðgerðaleysistímabil til að vekja meiri athygli?  Getur verið að við séum að horfa á leikrit?

Svei mér þá ég er alveg hættur að vera hissa yfir nokkrum sköpuðum hlut.  Þegar ég las yfir frumvörp sem liggja einhvers staðar á leiðinni, og svo þá umræðu sem verið hefur í gangi undanfarna daga varð mér óglatt.  Heimilin, fyrirtækin, fólkið, engu er eirt þegar pólitíkin er annars vegar.  Svo flá lögmannastofur landsins lýðinn á meðan í skjóli Alþingis. 

Og þetta fólk er í framboði!  Verður fróðlegt að sjá hverjum verður um kennt þegar fram í sækir, og mörgum einstaklingum og fyrirtækjum tekst ekki að ná landi á ný vegna þess að verið var að slíta á milli ríkisstjórna!!!


Þjóð að falla!

Þessi vinstri stjórn er ekki að falla á tíma, færi betur að satt væri.  Íslenska þjóðin er að endamörkum komin. 

Ekkert er þessari stjórn til afsökunar.  Hún ræður einfaldlega ekki við verkefnið, þorir ekki að gera neitt af ótta við mistök og kosningar.

Enginn ræður!  Og er það þriðji aðilinn sem kemur að ríkisstjórninni án þess að vera í henni, hinir eru Annar og Einhver.

Stjórnskipulagið er eins og í málfræðivísunni:

 Annar, fáeinir, enginn, neinn....


mbl.is Stóru málin bíða í þinginu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

En! Hvað er í matinn á morgun?

Mér gæti ekki verið meira sama, hvað þingmannaliðið er leitt yfir sjálfu sér og öðrum.

Mér gæti ekki verið meira sama hvort og hver sat hérna í 18 tíma, mánuði eða ár.

Ég er hinsvegar svangur og verður bráðum kalt og á hvergi heima í haust, ef fram fer sem horfir!

Ég horfi upp á þingheim sem er ekki minn heimur eða íslendinga.

Þegar þingmenn eru svo farnir að ásaka sjálfa sig, er rétt að huga að fari fyrir þá á góðan stað, fjarri glaumi borgarinnar. 

 


mbl.is Sekt og sakleysi á þingi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Framsókn að kenna núna?

Þeir félagar Einhver og Annar eru aðalmennirnir í ríkisstjórnarflokkunum.  Það er alltaf þeim að kenna að ekkert gengur eða rekur í ríkisbúskapnum.  Nú eru þeir orðnir þreyttir og þá er sökinni komið á Framsóknarflokkinn.

Glæsileg frammistaða hjá Össuri áðan og sýnir að nú keyrir hann Samfylkingarbílinn í dag sem Jóhanna ók í gær.

Hver skyldi vera við stýrið á morgun?

 


mbl.is Sigmundi Davíð boðin sáttahönd
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Fyrir þá sem vilja vita!

Hvernig ég ætla að raða á þennan lista:

1. Ragnheiður Elín Árnadóttir

2. Árni Johnsen

3. Guðbjörn Guðbjörnsson

4. Unnur Brá Konráðsdóttir

5. Sigmar Eðvarðsson

 


mbl.is 17 í prófkjör D-lista í Suðurkjördæmi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Svarti Pétur segi af sér!

Versti forsetinn!

Lélegasta krónan!

Vitlausasta ríkisstjórnin!

Þarna sér fólk svart á hvítu að ummæli forsetans um peninga þjóðverja jaðra við landráð.  Ekkert er þeim heilagra en peningar, og forseti Íslands sagði þeim að við hefðum ekki efni á að borga þeim innistæður sínar.  Held að Jóhanna ætti að duckteipa þverrifuna á honum og henda honum fyrir hvalina, sem líka eru þarna frétt en þó ekkert í líkingu við hitt!

 


mbl.is Sniðganga íslenskar vörur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Djöfullinn sjálfur!

Að geta ekki gert sjálfum sér það, að tjá sig um þennan banka.  Skil samt ekki af hverju er alltaf talað um hann í eintölu! 
mbl.is Fjöldaflótti frá Kaupþingi?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Nýjasta ruglið!

Nú fara allir íslendingar að biðja hvern annan afsökunar á öllu mögulegu.  EN, það þurfti þjóðarhrun til.
mbl.is Baðst afsökunar á mistökum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Leita í fréttum mbl.is

Um bloggið

Bara í dag

Höfundur

Björn Finnbogason
Björn Finnbogason

Blandar sér í umræður um hluti sem hann varðar jafnvel ekkert um.

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband