Bloggfærslur mánaðarins, ágúst 2008

Raunveruleikinn runninn upp!

Er búinn að vera að renna í gegnum lífið mitt undanfarið ár eða svo.  Ótrúlegar breytingar sem orðið hafa á mínum högum og á köflum óskiljanlegt hverju ég er búinn að áorka.

Umhugsunarefni líka hvað stendur upp úr, það eru ekki fjárhagslegir ávinningar, eignir, eða aðrir veraldlegir hlutir, heldur einstök andartök, einstök andartök í lífinu undanfarið ár með fólki sem mér þykir vænt um. 

 Nú stend ég frammi fyrir því að taka erfiðar ákvarðanir, ákvarðanir um að skilja við eitthvað af því sem ég hef skapað, til að gefa mér svigrúm að halda áfram að þroskast og dafna.

 Það verður einhver annar sem fær að lifa einn drauma minna, önnur fjölskylda vonandi ber gæfu til að nýta sér þá möguleika sem felast í því sem ég verð að losa mig við.

Ég hinsvegar verð að sætta mig við að stundum, stundum verða peningar að ráða.

Og þótt erfitt sé á eftir að horfa, verður alltaf í minningunni hugmyndin sem varð að veruleika fyrir fáránlega bjartsýni, trú á verkefninu,  og vonandi verðskuldað traust annarra á mér þegar upp verður staðið. 

Eftir stendur á gangstéttinni maður á leiðinni inn í framtíðina sem getur litið um öxl og sagt:

ÞETTA GERÐI ÉG LÍKA 


Líf eða leiði?

Ekkert er svo slæmt að það geti ekki orðið verra hugsaði ég er ég sat fyrir framan vin min sem var að drepa sig á drykkju, og var að velta fyrir sér hvort ástæða væri til að fara inn á Vog, hann var alveg eins að pæla í því að fara bara á göngudeildina á Landspítalanum, þar sem hann lá í eigin ælu til nokkurra daga, skjálfandi eins og hrísla, vannærður og hafði mestar áhyggjur af því að það lægi svo mikið fyrir af verkefnum að enginn tími væri til að fara í meðferð.

Þar sem ég sat og horfði á hann, sá ég lífið mitt undanfarin ár fljúga hjá og allt í einu gaus ég eins og hver og hellti mér yfir hann.  Hvern andskotann hann væri að spá í að hætta að drekka!, hann hefði það svo frábært, allar aðstæður svo rosalega góðar, hann gæti bara gert svo vel og drukkið sig til dauða!  Það væri meira en velkomið að kaupa auka helvítis dúfu á legsteininn hans og splæsa í hvíta möl í kring.  Eitthvað meira af gullkornum flaug þarna en í lokin spurði ég hann einnar spurningar:

Viltu líf eða leiði? 

Vinurinn er á Vogi! 

 Sagði honum líka að hann skyldi ekki voga sér að flýja í hvíldarinnlögn á Staðarfelli neitt -þangað hefði hann akkúrat ekkert að gera!  Hann skyldi láta renna af sér og koma svo og mæta lífinu!  Minnka heiminn niður í viðráðanlega stærð, og lifa einn dag í einu, það yrðu allir að gera hvort sem þeim líkaði betur eða verr. 

Dældi svo í hann hvítum lifesavers brjóstsykurshringjum, og sendi hann inn með eina rúllu af mislitum- ef hann fengi sniðugar hugmyndir!, ásamt leiðbeiningum um notkun!

Næstu daga á eftir bjó ég að þessari reynslu og get enn nýtt mér í mínu lífi og starfi.  Sannast þar enn og einu sinni: "ef allt annað bregst, farðu þá og hjálpaðu öðrum"  


Leita í fréttum mbl.is

Um bloggið

Bara í dag

Höfundur

Björn Finnbogason
Björn Finnbogason

Blandar sér í umræður um hluti sem hann varðar jafnvel ekkert um.

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband