Miðvikudagur, 25. mars 2009
Stóreignafólkið hennar Jóhönnu!
Þeir sem eiga fimm milljónir í húsunum sínum eða meira! Þá vitum við það.
Hún segir okkur líka að þessi leið auki skuldir ríkisins um 6-800 milljarða. Þá vitum við það.
Hún segir okkur hinsvegar ekki hvað það muni kosta þjóðarbúið að gera ekki neitt!
Hún segir okkur ekki hverjar tillögur hennar séu!
Hún talar um aðgerðir, elsku elliæra kellingin, en tími þeirra er liðinn.
Við erum á hraðri leið úr landinu þjóðin one way, og þessi ríkisstjórn sem allar líkur eru á að verði við lýði áfram eftir kosningar mun skattpína restina, fylla allar holur af eftirlitsmönnum og arðræna lýðinn sem aldrei fyrr.
Þetta vildi "þjóðin" á Austurvelli greinilega, því ekkert hefur farið fyrir þeirri þjóð síðan þessi stjórn tók við.
Hafnar flatri niðurfærslu skulda | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Bara í dag
Eldri færslur
- Nóvember 2012
- Febrúar 2012
- Nóvember 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku:
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku:
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Sæll.
Þú hefur greinilega ekki lesið ræðuna, heldur bara frétt Morgunblaðsins. Þú hefur greinilega heldur ekki kynnt þér þau úrræði sem ríkisstjórnin hefur verið að samþykkja fyrir sitt leiti og eru nú að renna í gegnum Alþingi eitt af öðru. Þér til fróðleiks læt ég því úrræðapakkan fylgja - þú metur síðan í framhaldi hvort þú heldur áfram að kalla hann "að gera ekki neitt".
Aðgerðir til stuðnings skuldsettum heimilum
Og annað - hefur þú heyrt trúverðuga skýringu á því hvernig ríkisstjóður á að standa undir flötum niðurfellingum skulda ? - 300 milljörðum bara fyrir húsnæðisskuldir.
Kveðja góð,
Hrannar Björn Arnarsson, 25.3.2009 kl. 11:37
Takk fyrir athugasemdina Hrannar sem felur í sér upplýsingar um aðgerðir ríkisstjórnarinnar. Maður fær tár í augun þegar nakinn sannleikurinn blasir við.
Liður 1.,2.,5.,10.,11. eru allt lenging í ólinni fyrir skuldara, með tilheyrandi AUKNUM heildarkostnaði fyrir þá. Það kostar meira að skulda lengur.
Liður 3. hærri barnabætur nýtast þeim sem hafa lægri tekjur en 330 þúsund á mann/mánuði. Gögn sýna að það var frekar tekjuhærra fólkið sem tók erlendu lánin og situr uppi með tvöfalda greiðslubyrði og nýtist því þessi hækkun ekki, sérstaklega þeir sem nú hafa tvöfaldað vinnuna sína til að ná endum saman, þeir munu lenda í ofurtekjuskattþrepinu (500þ.+)
Liður 4. OK - takk fyrir að leyfa okkur að nota hluta launa okkar sem við lögðum sjálf í sparnað.
liður 6. Hvað í "#$& er samningskrafa?
Liður 7. Hámark dráttarvaxta er ákv af Seðlabanka, og helst í hendur við alm vaxtastig, EKKI ákvörðun ríkisstjórnar. Bankar ákveða svo sjálfir m.t.t. sinna hagsmuna hve háa vexti þeir inniheimta (upp að ákveðna hámarkinu)
Liður 8.og 9. hvaða máli skiptir af hvaða tekjum maður borgar skuldirnar sínar, þeim sem koma í formi bóta frá ríkinu eða launa? Engin hjálp.
12. Hjálp í gjaldþroti?
13. Opnað á mismunandi túlkanir einstaka aðila sem koma að mati á greiðslugetu. Aðferð snigilsins við úrlausn bráðavanda. Við þurfum bráðamóttöku, ekki langlegudeild. Það eru þúsundir manna á barmi örvæntingar. Núna!
14. Takk fyrir að leyfa okkur að leigja húsin okkar, sem við misstum út af almennu efnahagsástandi.
Er furða þótt fólk tárist? Hvað þarf að gerast svo ríkisstjórnin komi með raunverulegar lausnir til að hjálpa fólki? OK - kannski er ekki hægt að fella niður skuldir - en hvað er þá hægt að gera????
JB (IP-tala skráð) 25.3.2009 kl. 11:58
Stjórnvöld keyrðu upp verðgildi íbúða og neita nú að taka sinn hluta af reikningnum. Slíkt er ekki vænlegt til að stuðla að frið í landinu. Ég bendi á að notaðir voru á annað þúsund milljarða til að hjálpa fjármagnseigendu* en það má ekki nota 200 milljarða til að hámarka nafnvexti við 10% gegnum versta kúfinn.
*600 milljarða í innistæðutryggingu umfram 20 þúsund evrur, 400 milljarða í banka og peningamarkaðssjóði, 300 milljarða í gegnum afskriftir Seðlabankans...
Héðinn Björnsson, 25.3.2009 kl. 18:46
1. Leyfa fólki að greiða af öllum lánum sínum samkvæmt greiðsluseðlum 1. júní 2008 þar til annað verði ákveðið.
Þetta gildi um öll lán, bílalán sem önnur. Mjög einfalt -ríkið á þetta allt saman hvort eð er.
2. Láta ríkisbankana ávísa á reikninga í sparisjóðunum þeim aðilum og fyrirtækjum sem verjandi er að hjálpa miðað við segjum gengisvísitöluna 175. Þeir reikningar yrðu svo fluttir til bankanna eftir að niðurstaða fæst í efnahagsreikning þeirra. Fjármagnið sem til þarf tekið af láni IMF.
3. Stöðva allar aðfararbeiðnir og uppboð fram á haust. EINA LAGASETNINGIN SEM ÞÖRF ER 'A.
Hvað finnst fólki svo um þessar mjög svo flóknu tillögur?
Tillögur og frumvörp sem liggja fyrir alþingi eru einskis virði fyrr en í sumar eða haust og það er bara of seint.
þá duga engin 20% heldur! Þá eignast ríkið landið og miðin, skuldirnar og fólkið, húsin og bílana.
Björn Finnbogason, 26.3.2009 kl. 01:39
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.