Réði barnið kannski ekki lengur?

Ótrúlegt hvað börn komast orðið upp með bæði heima hjá sér og annars staðar.  Þeim lærist fljótt hvernig á að spila með fullorðna fólkið og svo þegar á móti blæs verður náttúrulega fjandinn laus.  Ef þessu máli lyktar þannig að drengurinn situr eftir og starfsmaðurinn rekinn, hvaða skilaboð eru það þá?  ÉG myndi ekki vilja hafa hann neins staðar í nágrenni við mig a.m.k.

Foreldrar eru svo annar kafli, sumir telja að börnin þeirra séu svona og svona, vegna rangs "uppeldis" í leikskóla, skóla, o.s.frv.

Þau hafi sett barn eins og pening í kókvél og fengu svo bara dietkók!, og kenna öllu og öllum um nema sjálfum sér!


mbl.is Sló barn utan undir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Billi bilaði

Það er sem sagt í lagi að lemja annarra manna börn?

Billi bilaði, 14.3.2009 kl. 11:20

2 identicon

held að það sé nu í lægi að siða agalausa krakka upp það er ekki eins og fóreldrar þori því nuna til dags.   og það eina sem krakkar skilja er að siða þá soldið til. það er alveg vitagagnslaust að reina að tala krakka til sem fær allt í hendunar þegar það vill einhvað.  og ekki gleima því að margir  krakkar vita ekki hvað afleiðing er. 

Matthías (IP-tala skráð) 14.3.2009 kl. 11:28

3 Smámynd: Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir

Það á að vera hægt að aga börn án þess að beita ofbeldi.

Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir , 14.3.2009 kl. 11:53

4 identicon

Tek undir það sem Hallur segir, að stórum hluta. Börn eiga aldrei að þurfa að þola ofbeldi....alveg sama hvort að þau séu óþekk eða ekki.  Það eru til aðrar leiðir til þess að aga börn. 

Ótrúlegt að starfsmaðurinn skuli en  vera við störf!

Helga Hrönn Reynaldsdóttir (IP-tala skráð) 14.3.2009 kl. 11:57

5 identicon

Það að berja barnið er ákveðin uppgjöf hjá viðkomandi starfsmanni og sýnir fyrst og fremst að hann ráði ekki við ástandið.  Barnið ögrar starfsmanninum eða umhverfinu með framkomu sinni og á vissan uppsker það viðbrögð starfsmannsins. Held að réttast væri að athuga hvað vantar upp á hjá viðkomandi starfsmanni og láta svo starfsmann og barn vinna náið saman, undir eftirliti þó.

Það er nú einu sinni þannig að´maður kemst bara ekki í gegnum lífið án þess að vinna öðru hvoru með fólki sem manni hugnast ekki. Barnið og starfsmaðurinn þurfa báðir að læra þá lexíu.

Virðingarfyllst.

Steinþór (IP-tala skráð) 14.3.2009 kl. 12:16

6 identicon

Sem sálfræðingur þá sé ég mikil merki um barnagirnd í orðum þínum. Ráðlegg ég þér að leyta sem fyrst aðstoðar sérfræðinga við því.

PPJ (IP-tala skráð) 14.3.2009 kl. 12:43

7 Smámynd: TARA

Mér finnst alveg ótrúlegt hversu margir kenna starfsmanni skólans um allt það neikvæða í fari barnsins... og enn meira óþolandi að foreldrar skuli ekki viðurkenna sín eiigin mistök við uppeldið en skella skuldinni á aðra...þvílík hræsni...börn eru börn og ég hef aldrei þekkt neitt barn sem var eins og engill heima hjá sér. Ég er ekki að mæla með ofbeldi, slá utanundir eða flenginum sem margir telja allt í lagi, en einhvern tímann kemur að þeim tímapunkti að fólk á engin önnur úrræði vegna slæmrar og síendurtekinnar hegðunar eða kjafthátts, sem er mjög algengur hjá íslenskum börnum.

TARA, 14.3.2009 kl. 13:04

8 Smámynd: Katrín Linda Óskarsdóttir

Auðvitað eru öll börn stundum óþekk og frek og geta reynt mjög á þolrifin.  Að slá þau til hlýðni er EKKI lausnin.  Það er alveg sama á hvaða hátt þetta barn storkaði þessum starfsmanni.  Stjórnendur/starfsmenn leikskólans verða að finna aðra lausn heldur en að leggja hendur á barnið.

Katrín Linda Óskarsdóttir, 14.3.2009 kl. 14:41

9 Smámynd: Anna Dóra Gunnarsdóttir

Hallur Guðmundsson virðist halda að einungis fagmenntað fólk hafi skilning á því að aldrei má beita barn ofbeldi.  Ég vinn sem leiðbeinandi á leikskóla, en ég veit samt að þannig gerir maður ekki.

Anna Dóra Gunnarsdóttir, 14.3.2009 kl. 16:43

10 Smámynd: TARA

Langar að bæta við því ég las ekki færslu Halls áðan.  Ég skil vel að flenging sitji á sálinni og það er staðreynd að hún gerir það, en kinnhestur er nokkuð sem fæst börn muna og þau fáu sem muna það segja undantekningalaust að þau hafi átt það skilið og verið svo óþekk eða orðljót.

TARA, 14.3.2009 kl. 16:59

11 identicon

Af hverju er minna mál þegar fullorðin slær barn heldur en ef að ég færi til dæmis út í banka og slægi gjaldkerann af því að hann gerir ekki eins og ég segi.

Maður treystir starfsfólki uppeldisstofnana fyrir börnunum sínum og ætti að geta treyst því að þau verði ekki fyrir ofbeldi af hendi þessara sömu starfsmanna.

Hvort sem krakkinn er illa upp alinn eða ekki þá er þetta algerlega óafsakanlegt.

Maron Bergmann (IP-tala skráð) 14.3.2009 kl. 18:04

12 Smámynd: Björn Finnbogason

Þá vil ég að við förum að sortera vandræðagemlingana frá hinum.  Til þess menntaðir sérfræðingar verði fengnir til að "ala" þá upp svo allir hinir geti unað sér á sínum "vinnustað" og lært það sem fyrir þeim er haft, í friði.

Björn Finnbogason, 14.3.2009 kl. 19:17

13 Smámynd: Sverrir Einarsson

Leikskóli er menntastofnun, ekki uppeldisstofnun takk fyrir. Uppeldi á að fara fram á heimilunum og ef agi er ekki kendur heima þá er ekki von að illa fari. Það er bara svoleiðis með sum foreldri að þau geta ekki sagt nei við börnin sín (finnst þeim þá vera vond) og hver vill verða vondur við barnið sitt?. Þannig að þegar barn kemur svo leikskóla og það er ekki allt látið eftir því þá bregst það við á sinn hátt í von um að á endanum fái það sitt svo þegar það gerist ekki, þá fara að koma fram áður óþekkt hegðunar einkenni, einkenni sem foreldrarnir auðvitað þekkja ekki. Að sjálfsögðu skella þau skuldinni á leikskólann, eða starfsfólk leikskólans, sem því finnst ekki meðhöndla barnið þeirra rétt. (þar liggur þessi "tengsl" við breytt hegðana munstur grafið).

Sverrir Einarsson, 14.3.2009 kl. 19:44

14 Smámynd: Anna Dóra Gunnarsdóttir

Agi og aðhald eru af hinu góða og það eru til ótal leiðir til að aga börn og kenna þeim.  En starfsfólk skóla og leikskóla má ekki slá til þeirra eða berja þau undir neinum kringumstæðum.  Það ætti reyndar ekki að þurfa að minna neinn á slíkt.

Anna Dóra Gunnarsdóttir, 15.3.2009 kl. 12:58

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Leita í fréttum mbl.is

Um bloggið

Bara í dag

Höfundur

Björn Finnbogason
Björn Finnbogason

Blandar sér í umræður um hluti sem hann varðar jafnvel ekkert um.

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband