Fimmtudagur, 26. febrúar 2009
Hvað með sakargiftir?
Væri nú ekki nær að dómsmálaráðherra fangelsaði þetta lið fyrir það sem það braut sannarlega af sér?
Þar á ég við fikt við gengi hlutabréfa sem öllum ættu að vera orðin kunn! Þessir kjúklingar myndu svo væla sig út úr fangaklefanum með því að benda hver á annan og pakkinn væri klár!
Eignir auðmanna verði kyrrsettar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Bara í dag
Eldri færslur
- Nóvember 2012
- Febrúar 2012
- Nóvember 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku:
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku:
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Mig langar bara til að spyrja, hvað er að hægrimönnum, í alvöru, hvar er réttlætikennd þessara manna? Hvernig hefur þetta fólk eiginlega verið alið upp? Indriði Þorláksson fyrrverandi ríkisskattstjóri vildi setja kafla um skattaskjól og undanskot frá skatti í skýrslu sem nefnd á vegum Árna Matt var að vinna að í september í fyrra, en tveir menn voru á móti því. Þegar ég var að lesa fréttina þá datt mér strax í hug að hér hefðu það verið hægrimenn sem hefðu verið á móti. Og mikið rétt, Tryggvi Þór Herbertsson frjálshyggjubrjálæðingur og Vilhjálmur Egilsson framkvæmdarstjóri Samtaka atvinnulífsins og Sjálfstæðismaður með meiru voru á móti. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins voru það einkum þessir nefndarmenn sem voru andvígir því að fjallað yrði um þessi mál í skýrslunni. Þess vegna spyr ég, hvenær ætlar fólk að vakna og fatta fyrir hvað þessi flokkur stendur? Hvenær ætlar fólk að gera sér grein fyrir því að þessi flokkur snýst ekki um neitt nema völd og peninga og sérhagsmuni ákveðinna aðila. Mikill er undirlægjuhátturinn að þurfa stöðugt að kyssa vöndinn á fjögurra ára fresti. Það fer að líða að því að maður fer að kalla 30% þjóðarinnar fífl, fólk sem tendur við bakið á mönnum sem hika ekki við að svíkja þjóð sína.
Valsól (IP-tala skráð) 26.2.2009 kl. 07:21
Eigum við eitthvað að ræða skipan Svavars Gestsonar í fromennsku fyrir nefnd sem á að semja um stærstu skuldir Íslandssögunnar?
Meirihluti þjóðarinnar eru fífl, að láta teyma sig um landið og miðin á Davíð Oddssyni. Stjórnmálamenn eru algerlega sneyddir dug og ráða alls ekkert við þau verkefni sem fyrir liggja, og þora ekki að taka ákvarðanir um nokkurn skapaðan hlut.
Hér eru þrjár leiðir sem hefðu komið okkur strax í gang:
1. Reka Davíð Oddsson, bara svo hann væri ekki fyrir.
2. Nota danska bankann okkar FIH til að tryggja fjárstreymi inn og út úr landinu og til að veita þeim fyrirtækjum fyrirgreiðslu sem halda ætti á lífi uns efnahagsreikningar bankanna lægju fyrir. Nota hluta láns AGS til að fjármagna það.
3. Færa afborganir lána ár aftur í tímann þannig að fólk væri að greiða sömu upphæð af lánum í dag og fyrir ári, þar til niðurstaða fengist í þau mál.
Flókið? Nie ekki sérstaklega!
Björn Finnbogason, 26.2.2009 kl. 16:24
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.